Fara í efni  

Bæjarráð

3614. fundur 18. desember 2025 kl. 08:15 - 14:15 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Eigendanefnd Orkuveitunnar - Erindisbréf

2512108

Erindisbréf eigendanefndar Orkuveitunnar
Bæjarráð tilnefnir Jóhann Þórðarson endurskoðanda og Steinar Adolfsson sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem fulltrúa Akraneskaupstaðar í eigendanefnd sbr. fyrirliggjandi erindisbréf.
Auk tilnefndra fulltrúa á bæjarstjóri Akraneskaupstaðar seturétt á fundunum.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0.

2.Þjóðarleikvangur í golfi - Áskorun til Akraneskaupstaðar

2512085

Áskorun til Akraneskaupstaðar um að kanna möguleika á þjóðarleikvangi í golfi á Akranesi.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir lið nr. 3.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr einnig fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að kanna möguleika á uppbyggingu þjóðarleikvangs í golfi á Akranesi og er erindi Golfsambands Íslands (GSÍ) nú til skoðunar í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.

Fyrirséð er að frekari úrvinnsla málsins kallar á samstarf allra helstu hagaðila á Akranesi svo sem Golfklúbbsins Leynis, Íþróttabandalagsins ÍA o.fl.

Bæjarráð gerir ráð fyrir að frekari vinna vegna málsins verði sett í forgang í upphafi nýs árs í samstarfi við Golfklúbbinn Leyni.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

3.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss

2506125

Málið hefur verið til úrvinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur bæjarstjóra að formgera samkomulagið með undirritun.

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

4.Leynir Bistro - Garðavellir 1 - rekstrarleyfi

2512101

Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi Leynis Bistro á Garðavöllum 1.

Um er að ræða leyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II - A. og opnunartíma frá kl. 08:00 til kl. 01:00 og tekur til allra daga. Sama gildir um leyfi til útiveitinga.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfisveitandi gefi út rekstrarleyfi til Leynis Bistró á Garðarvöllum sem er þá til samræmis við leyfi fyrri rekstraraðila á sama stað. Jákvæð umsögn bæjarráðs er veitt með fyrirvara um jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vekur athygli leyfisveitanda á að ósamræmi er í umsagnarbeiðninni annars vegar og fylgigögnum hins vegar m.t.t. til útiveitinga.
Umsögn Akraneskaupstaðar er einnig jákvæð hvað þann þáttar varðar.

Samþykkt 3:0

5.Afskriftir vegna ársins 2025

2512053

Tillaga fjármálastjóra um afskriftir á árinu 2025.

Um er að ræða kröfur þar sem innheimtuaðgerðir hafa ekki borið árangur, fyrirliggjandi er mat um árangursleysi og í sumum tilvikum eru kröfurnar fyrndar. Elstu skuldirnar eru frá árinu 2019. Þar sem þess er kostur eru mál áfram í svokallaðri kröfuvakt.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 6 og nr. 7.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra um afskriftir krafna vegna ársins 2025, samtals að fjárhæð kr. 6.265.882.

Samþykkt 3:0

6.Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar

2503256

Tillaga fjármálastjóra um sameiginlegan viðauka bæjarráðs vegna ársins 2025.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2025 og þær tilfærslu sem í honum felast skv. meðfylgjandi fylgiskjali en viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0.

7.Fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2025 - Beiðni um viðauka nr. 3.

2512098

Fjárhagsáætlun Höfða 2025 - Beiðni um viðauka nr. nr. 3 en telst viðauki nr. 15 við fjárhagsáætlun samstæðu Akraneskaupstaðar (A- og B-hluti).
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun ársins 2025 og er útgjöldunum mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi samstæðu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar

Samþykkt 3:0

Kristjana Helga Ólafsdóttir víkur af fundi.

8.Langtímaveikindi starfsmanna 2025 (veikindapottur) seinni hluti árs

2506123

Veikindapottur vegna tímabilsins 1. júlí til 31. desember 2025.

Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna vegna kostnaðar stofnana Akraneskaupstaðar við afleysingar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu 2025. Úthlutunin er vegna tímabilsins 1. júlí til og með 31. desember og nemur samtals kr. 47.786.215 sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 16 að fjárhæð kr. 47.786.215 og er ráðstöfuninni mætt af eftirfarandi liðum: 31830-4620 kr. 38.220.000.-, 31840-4610 kr. 8.500.000.-, 20830-1691 kr. 286.012. og með auknum tekjum af 00010-0020 kr. 733.483 kr. Viðbótarfjármagn er fært á tegundalykilinn 1691 á hverja stofnun fyrir sig samkvæmt skiptingu sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.

Samþykt 3:0

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

Úthlutun vegna fyrri hluta ársins 2025 var kr. 59.713.988 og kr. 47.786.215 vegna síðari hluta ársins eða samtals kr. 107.500.203. Úthlutun vegna ársins 2024 var samtals kr. 87.344.124.

Harpa Hallsdóttir víkur af fundi.

9.Styrkir til lækkunar fasteignagjalda 2025

2512096

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts.
Valgarður L. Jónsson víkur af fundinum vegna vanhæfissjónarmiða.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk í samræmi við reglur Akraneskaupstaðar um styrki til greiðslu fasteignaskatts samkvæmr 2. mr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 til eftirtalinna félaga:
- Akur frímúrarastúka, samtals kr. 1.143.020.
- Oddfellow, samtals kr. 1.356.980.

Samþykkt 2:0

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 17 við fjárhagsáætlun ársins 2025 til samræmis við framangreint, samtals að fjárhæð 2,5 m.kr sem færast af deild 20830-5946 og á deild 05890-5948 og vísar málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 2:0

Ákvörðun bæjarráðs er gerð með fyrirvara um að fullnægjandi fylgigögn frá umsækjendum hafi borist til Akraneskaupstaðar en vegna villu í málakerfinu var ekki unnt að staðreyna þau á fundinum.

Samþykkt 2:0

Valgarður L. Jónsson tekur sæti á fundinum að nýju.

10.Sementsverksmiðjan - áframhaldandi rekstur

2409322

Forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar hittu fulltrúa Akraneskaupstaðar nýverið og fóru yfir sínar óskir og þarfir miðað við fyrirliggjandi afgreiðslur fagráða Akraneskaupstaðar. Samkomulagsdrög liggja fyrir.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Halla Marta Árnadóttir skipulagsfulltrúi Akraneskaupstaðar sitja fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 11 til og með 14.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög, felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og vísar því til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Samþykkt 3:0

11.Skógarlundur 36 - umsókn um lóð

2512105

Umsókn um lóð - Skógarlundur nr. 36.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

12.Skógarlundur 38 - umsókn um lóð

2512106

Umsókn um lóð - Skógarlundur nr. 38.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

13.Skógarlundur 40 - umsókn um lóð

2512107

Umsókn um lóð - Skógarlundur nr. 40.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

14.Úthlutun lóða Skógahverfis 3C - Skógarlundur nr. 17 og nr. 19

2511178

Úthlutun lóða Skógarhverfi 3C - Skógarlundur nr. 17 og Skógarlundur nr. 19.

Umsóknarfrestur var til 12. desember sl. Umsóknir um lóðirnar voru frá einum aðila og því ekki þörf á útdrætti.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðanna Skógarlundur nr. 17 og Skógarlundur nr. 19 til umsækjanda.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson og Halla Marta Árnadóttir víkja af fundi.

15.Umsókn Björgunarfélags Akraness um styrkveitingu Akranesskaupstaðar vegna fyrirhugaðra kaupa á björgunarskipi.

2512035

Beiðni Björgunarfélags Akraness um fjárstyrk vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á björgunarskipinu Gísla Jóns frá Ísafirði samtals að fjárhæð kr. 2,0 m.kr. þar sem helmingur fjárhæðarinnar yrði nýttur til rekstrar bátsins verði kaupin að veruleika. Jafnfram óskar Börgunarfélagið að rekstrarfjárhæðin verði árleg styrkveiting og yrði bætt við núgildandi samning Akraneskaupstaðar og Björgunarfélagsins.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en um útgjöld eru að ræða sem tilheyra rekstrarárinu 2026 og fjárhagsáætlun ársins var sem kunnugt er afgreidd þann 9. desember sl.

Bæjarráð óskar eftir að fulltrúar Björgunarfélagsins komi á fyrsta fund bæjarráðs á nýju ári sem verður þann 15. janúar nk. m.a. til að ræða mögulega útfærslu styrkveitingarinnar.

Samþykkt 3:0

16.Akrakot - landamerki og hús

2509149

Málið hefur verið til vinnslu í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar til samræmis við óskir fyrrverandi búseturéttarhafa sbr. fund bæjarráðs nr. 3606 frá 16. október sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að kynna fyrirliggjandi drög að leigusamningi fyrir fyrri búsetaréttarhafa.

Samþykkt 3:0

17.Bæjarráðsfundir 2026

2512111

Bæjarráðsfundir 2026
Bæjarráð samþykkir að fyrsti fundur ársins 2026 verði þann 8. janúar nk.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 14:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu