Fara í efni  

Bæjarráð

3606. fundur 23. október 2025 kl. 08:15 - 12:00 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Líf Lárusdóttir formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027-2029

2505217

Fastur fundarliður bæjarráðs fram að samþykkt fjárhagsáætlunar.

Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir liðum nr. 2 og nr. 3.

Málið verður til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs þann 30. október nk.

Samþykkt 3:0

2.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2026

2510100

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2026 ásamt greinargerð vegna tillögu um nýjan starfsmann sem mun sinna tiltekt á lóðum.

Gjaldskrá fyrir heilbrigðis-, mengunarvarna- og matvælaeftirlit á starfssvæði Heilbrigðiseftilits Vesturlands.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins og afgreiðslu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt 3:0

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2026 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2027 til og með 2029.

2507075

Framhald málins eftir vinnufund bæjarstjórnar þann 9. október sl.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfisráðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.



Málið verður til áframhaldandi vinnslu á næsta fundi bæjarráðs þann 30. október nk.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson og Kristjana Helga Ólafsdóttir víkja af fundi.

4.81. mál til umsagnar - Sveitarstjórnarlög - fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn - frestur til og með 29. október nk.

2510098

81. mál til umsagnar - Sveitarstjórnarlög - fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn - frestur til og með 29. október 2025.
Lagt fram.

5.Golfklúbburinn Leynir - æfingaaðstaða innanhúss

2506125

Málið var á dagskrá bæjarráðs þann 16. október sl. og samningsdrög, eins og þau lágu fyrir fundinum, send til umsagnar GL og skóla- og frístundaráðs en það ráð fundar þann 22. október nk. og því sá möguleiki til staðar að umsögn ráðsins liggi fyrir á fundi bæjarráðs þann 23. október nk.

Dagný Hauksdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð þakkar skóla- og frístundaráði og forsvarsmönnum GL fyrir umsagnirnar.

Bæjarráð felur sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins með fulltrúum GL og koma með fullbúinn samning á næsta fund bæjarráðs þann 30. október nk.

Samþykkt 3:0

Dagný Hauksdóttir víkur af fundi.

6.Fundir bæjarráðs 2025

2504070

Ákvörðun um aukafundi bæjarráðs vegna afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2026.
Bæjarráð samþykkir að aukafundir verði í bæjarráð þann 6. nóvember nk. kl. 08:15 og þann 4. desember nk. kl. 08:15 en báðir fundirnir tengjast afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna ársins 2026.

Þá samþykkir bæjarráð einnig að aukafundur verði þann 4. desember nk. kl. 16:00 vegna úthlutunar lóða á sementsreit en umsóknarfrestur vegna þessa er til kl. 12:00 þann 27. nóvember nk.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00