Fara í efni  

Bæjarráð

3159. fundur 12. júlí 2012 kl. 16:00 - 17:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Stuðningsmenn Skagamanna - styrkur

1207006

Tölvupóstur stuðningsmanna Skagamanna, dags. 1. júlí 2012, þar sem óskað er eftir stuðningi til kaupa á myndavélabúnaði til upptöku á vikulegum þætti um knattspyrnulið ÍA.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu með vísan til reglna þar um. Umsækjanda er bent á að hægt er að sækja um styrk skv. málsmeðferðarreglum Akraneskaupstaðar um styrkbeiðnir.

2.Einelti heimildarþáttur - Ljósbogi

1206194

Tölvupóstur Brynjars H. Benediktssonar f.h. kvikmyndagerðarinnar Ljósboga, þar sem óskað er eftir styrk til framleiðslu á fræðsluþáttum um einelti, sem myndu gagnast starfsmönnum í uppeldisgeiranum t.d. kennurum, námsráðgjöfum og skólastjórnendum.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu með vísan til reglna þar um. Umsækjanda er bent á að hægt er að sækja um styrk skv. málsmeðferðarreglum Akraneskaupstaðar um styrkbeiðnir.

3.Stjórn Akranesstofu - 56

1206021

Fundargerð 56. fundar stjórnar Akranesstofu frá 26. júní 2012.

Lögð fram.

4.Skipulags- og umhverfisnefnd - 70

1206018

Fundargerð 70. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 2. júlí 2012.

Lögð fram.

5.Starfshópur um atvinnumál - 20

1206006

Fundargerð 20. fundar starfshóps um atvinnumál frá 7. júní 2012.

Lögð fram.

6.Höfði - fundargerðir 2012

1201438

Fundargerð 15. fundar stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis, frá 4. júlí 2012.

Lögð fram.

7.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir 2012

1206079

Fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands hf. frá 6. júní 2012.

Lögð fram.

8.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2012.

1203022

Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi frá 25. júní 2012.

Lögð fram.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

Fundargerð 798. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. júní 2012.

Lögð fram.

10.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2012.

1205132

Minnisblað deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 11. júlí 2012, ásamt rekstrarniðurstöðu janúar - maí 2012. Niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæð um 73,5 millj. kr., en til samanburðar er áætluð jákvæð niðurstaða 11,5 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er tap 30,5 millj. kr. á móti áætlaðri neikvæðri rekstrarniðurstöðu 24,5 millj. kr.

Lagt fram.

11.Samningur um heimakstur máltíða fyrir elli- og örorkuþega.

1001075

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 27. júní 2012, þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki tillögu verkefnisstjóra félagslegrar heimaþjónustu, að endurskoða samning um heimakstur máltíða fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
Minnisblað verkefnisstjóra heimaþjónustu, dags. 12. júlí 2012.

Bæjarráð samþykkir erindið.

12.Smiðjuvellir deiliskipulag - (Kalmansvellir 6)

1204088

Bréf byggingarfulltrúa dags. 4.júlí 2012 þar sem lagt er til við bæjarráð í umboði bæjarstjórnar að samþykkja grenndarkynningu, skv. 2. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2012, vegna skipulagsbreytinga á Kalmansvöllum 6.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar í umboði bæjarstjórnar Akraness.

13.Grundaskóli - hvatningarverðlaun

1207019

Bréf skólastjóra Grundaskóla, dags. 2. júlí 2012, þar sem þökkuð er velvild í garð skólans, með því að veita hvatningarverðlaun við útskrift vorið 2012.

Lagt fram.

14.Starfsmannamál Brekkubæjarskóla

1010199

Greinargerð Steingríms Benediktssonar dags. 1. júlí 2012, vegna starfsmannamála í Brekkubæjarskóla.

Greinargerð bréfritara lögð fram. Bæjarráð vísar til svara starfsmanna- og gæðastjóra til bréfritara, dags.20. júní 2012 og 4. júlí 2012.

Bæjarráð bendir bréfritara á að engin ákvörðun í skilningi stjórnsýslureglna hefur verið tekin í málinu heldur lauk því með sátt málsaðila skv. fyrirliggjandi upplýsingum og fyrir milligöngu forseta bæjarstjórnar. Bæjarstjórn fól forseta bæjarstjórnar meðferð málsins vegna vanhæfisaðstæðna er vörðuðu bæjarstjóra.

Bæjarráð felur starfsmanna- og gæðastjóra að senda bréfritara þær upplýsingar sem hann óskar eftir og á rétt á skv. viðeigandi lögum og reglum að því marki sem þær hafa ekki þegar verið sendar umbjóðanda hans.

Þá vekur bæjarráð athygli bréfritara á að telji umbjóðandi bréfritara sig órétti beittan við meðferð málsins eða hvað varðar niðurstöðu þess, þ.e. sáttina sem varð í málinu, þá geti hann freistað þess að leita með málið til aðila sem hafi eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélaga lögum samkvæmt og/eða dómstóla.

15.Orkuveita Reykjavíkur - eigendanefnd

1007020

Tillaga að eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur.

Bæjarráð samþykkir eigendastefnuna.

Hjördís vill bóka að hún taki undir þá bókun sem fulltrúi Vinstri grænna í borgarstjórn gerði við samþykkt Eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur og áréttar að jafnvel þótt Gagnaveita Reykjavíkur heyri ekki undir kjarnastarfsemi fyrirtækisins, þá gegni hún ekki síður almannahlutverki en önnur veitustarfsemi Orkuveitunnar. Hún á því bæði að vera í eigu og á forræði almennings. Vinstri græn leggja þunga áherslu á að eigendur hefji þegar samtal við ríkisvaldið um undirbúning sameiginlegs grunnnets sem Gagnaveitan yrði þá hluti af.

16.Cafe Eyðimörk - rekstrarleyfi

1207004

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 28. júní 2012, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gunnars Þórs Gunnarssonar f.h. Eyðimerkurinnar ehf. um rekstrarleyfi fyrir skemmtistaðinn Cafe Eyðimörk að Skólabraut 14, Akranesi.

Bæjarráð getur ekki samþykkt opnunar- og veitingartíma þann sem fram kemur í umsókn um rekstrarleyfi. Vísað er til staðsetningar hússins og þeirrar starfsemi annarrar sem fram fer í nágrenninu og áætlana um uppbyggingu gamla miðbæjarins.

Bæjarráð getur samþykkt opnunartíma til kl. 23:00 alla daga.

17.Fasteignamat 2013

1207026

Bréf Þjóðskrár Íslands dags. 2. júlí 2012 þar sem kynnt er niðurstaða endurmats á fasteignum. Athugasemdafrestur er til 1. ágúst n.k.

Bæjarráð samþykkir að felur Skipulags- og umhverfisstofu að svara erindinu fyrir tilskilinn frest.

18.EFS - Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga.

1207001

Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 27. júní 2012, þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðu skoðunar á fjármálum sveitarfélagsins vegna nýrra reglna varðandi fjármál sveitarfélaga.
Óskað er eftir áætlun sveitarstjórnar, svör til nefndarinnar skulu berast fyrir 1. september 2012.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

Einar Brandsson lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Hér liggur fyrir bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga þar sem fram kemur sú niðurstaða nefndarinnar að Akraneskaupstaður standist ekki fjárhagslegt viðmið jafnvægisreglu sveitarfélaga. Við fulltrúar Sjálfstæðismanna höfum varað við því, bæði í málflutningi okkar og bókunum, undanfarin misseri að til þessa gæti komið þar sem bæjarsjóður er rekinn með viðvarandi tapi. Við höfum hvatt til þess að farið yrði í sparnaðaraðgerðir til að koma í veg fyrir þá stöðu sem nú er komin upp. Sú ráðstöfun meirihlutans að leggja að minnsta kosti 57 miljónir kr. í kaup og viðhald gamla Landsbankahússins þrátt fyrir að ekki var gert ráð fyrir þeim kaupum á fjárhagsáætlun ber með sér að meirihluti bæjarstjórnar átti sig ekki á þeirri stöðu sem bæjarsjóður stefnir í. Meirihluti bæjarstjórnar verður að bregðast nú þegar við í rekstri sveitarfélagsins og horfast í augu við þær staðreyndir sem hér blasa við. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu hér eftir sem hingað til ekki víkjast undan því að taka þátt í þeirri vinnu sem nauðsynleg er ef meirihlutinn falast eftir því."

19.Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga - CEMR

1207021

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júlí 2012, þar sem vakin er athygli á allsherjarþingi Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR í september á Spáni.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00