Fara í efni  

Bæjarráð

3487. fundur 27. janúar 2022 kl. 08:15 - 12:10 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022

2201152

181. mál til umsagnar - frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.).
Lagt fram.

2.Fundargerðir 2022 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

2201046

172. fundargerð Heilbrigðiseftirits Vesturlands frá 28. desember 2021.
173. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 17. janúar 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Staða atvinnumála á Akranesi

2201180

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness mætir á fundinn.
Bæjarráð þakkar Vilhjálmi Birgissyni fyrir komuna á fundinn.

Vilhjálmur víkur af fundi.

4.Slökkvilið - bíla- og tækjakaup

2201149

Þátttaka í rammaútboði ríkiskaupa fyrir hönd sveitarfélaga vegna kaupa á dælubílum fyrir starfsemi slökkviliða. Alls hafa 8 sveitarfélög lýst yfir áhuga á að taka þátt í úboðinu en frestur til að falla frá þátttöku í útboðinu er til 14. febrúar næstkomandi.

Með þátttöku í útboðinu er talið mögulegt að ná fram hagstæðari verði en á almennum markaði án útboðs. Tímasetning kaupa á bifreiðinni liggur ekki fyrir en yrði annað hvort á árinu 2023 eða 2024.

Ef af verður þarf að gera ráð fyrir fjárfestingunni í fjárhagsáætlunum Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Bæjarráð samþykkir að Akraneskaupstaður verði þátttakandi í rammaútboði ríkiskaupa vegna kaupa á dælubíl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

5.Samkomulag vegna hlutastarfandi slökkviliðsmanna á Akranesi

2112183

Fyrir liggja drög að samningum vegna hlutastarfandi slökkviliðsmanna á Akranesi en breyting varð á um áramótin og fara nú kjör slökkviliðsmannanna alfarið samkvæmt ákvæðum kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Fyrirliggjandi sammningar hafa fengið jákvæða afgreiðslu hlutastarfandi slökkviliðsmanna á Akranesi og hafa verið til umfjöllunar á vettvangi Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Málið var kynnt í vinnuhópi sveitarfélaganna um málefni slökkviliðsins þann 26. janúar síðastliðinn en Hvalfjarðarsveit á eftir að taka málið formlega fyrir á vettvangi sveitarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir samningana og vísar þeim til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

6.Bankaviðskipti - útboð

2201073

Fyrirhugað er útboð vegna bankaviðskipta Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. janúar að farið verði í útboð bankaviðskipta og fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að koma með fullbúin útboðsgögn á næsta fund ráðsins.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála tekur sæti á fundinum undir þessum lið og undir dagskrárlið nr. 7.
Bæjarráð samþykkir útboðsgögn vegna bankaviðskipta Akraneskaupstaðar en gert er ráð fyrir að útboðsferlið standi yfir tímabilið frá 1. frebrúar næstkomandi til kl. 12:00 þann 4. mars næstkomandi. Samningstími er fimm ár frá 1. maí næstkomandi til 30. apríl 2027.

Samþykkt 3:0

7.Mánaðaryfirlit 2021

2102057

Framlagning mánaðayfirlits vegna janúar til og með nóvember 2021.
Lagt fram.

Kristjana Helga víkur af fundi.

8.Jafnlaunavottun - viðhaldsvottun 2021

2108135

Viðhaldsvottun jafnlaunvottunar fer fram dagana 28. febrúar og 1. mars næstkomandi.

Jafnlaunakerfi Akraneskaupstaðar er í sífelldri endurskoðun og lögð er til smávægilegar orðalagsbreytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness þann 12. janúar 2021.
Bæjarráð samþykkir breytingar á jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og vísar stefnunni til umsagnar í fagráðum og nefndum og til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.

Samþykkt 3:0

9.Covid-19 - aðgerðir Akraneskaupstaðar 2021

2107508

Framlenging aðgerða Akraneskaupstaðar til janúarloka, sbr. fyrri bókanir bæjarráðs í þessu máli.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3477 þann 11. nóvember síðastliðinn tilteknar aðgerðir vegna COVID-19, tímabundið út nóvembermánuð og var sú ákvörðun framlengd út desembermánuð á fundi bæjarráðs nr. 3479. þann 2. desember síðastliðinn.

Samþykktin sem gerð var þann 11. nóvember síðastliðinn var orðuð þannig:

Þann 5. nóvember sl. tók bæjarráð ákvörðun með hliðsjón af útbreiddu COVID-19 smiti hér á Akranesi að fella niður starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi Akraneskaupstaðar föstudaginn 6. nóvember. Jafnframt var lágmarksstarfsemi í þessum stofnunum frá hádegi þann 5. nóvember og þess óskað að foreldrar ungra barna, sæktu börn sín um hádegisbilið þann sama dag.

Vegna þessarar ráðstöfunar samþykkir bæjarráð að í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla, tónlistarskólanum og frístundarstarfi fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða COVID-19 veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við. Ofangreint nær til þjónustugjalda leik- og grunnskóla, tónlistarskólans og starfsemi frístundar í Þorpinu. Ákvörðunin er tímabundin og gildir frá hádegi fimmtudagsins 5. nóvember síðastliðinn og út nóvember mánuð næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að framlengja ákvörðunina sbr. fund bæjarráðs nr. 3479 frá 2. desember 2021 og að hún taki til tímabilsins frá og með 1. janúar 2022 til og með 2. febrúar 2022.

Samþykkt 3:0

10.Hausthúsatorg - bensínstöð N1

2112034

Erindi frá Festi þar sem óskað er eftir 12 mánaða fresti á tímaramma vegna samkomulags um lóðarleiguréttindi.
Bæjarráð samþykkir viðauka við fyrirliggjandi rammasamkomulag Akraneskaupstaðar og Festi hf. dags. 7. ágúst 2020 og vísar til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 12:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00