Fara í efni  

Bæjarráð

3483. fundur 22. desember 2021 kl. 13:00 - 15:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og í lok fundar samþykkja fundarmenn fundargerðina með rafrænum hætti.

1.Kirkjuhvoll - fasteignin Merkigerði 7

2009073

Minnisblað dags. 13. desember 2021 vegna Kirkjuhvols.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur þátt í fundinum undir dagskrárliðum nr. 1 og nr. 2.
Bæjarráð samþykkir framlengingu leigusamnings aðila til og með 30. september 2022 og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

2.Akranes hses - húsnæðissjálfseignarfélag

2112166

Stofnun Akranes hses.
Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til aukafundar bæjarráðs sem fyrirhugað er að halda í byrjun janúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

3.Aðgerðir Akraneskaupstaðar 2022 vegna Covid-19

2112172

Framlenging á ráðstöfunum bæjarráðs til endurgreiðslna vegna Covid- 19.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3479 þann 2. desember síðastliðinn að framlengja ráðstafanir út desembermánuð sem ráðið hafði samþykkt á fundi sínum nr. 3477 þannn 11. nóvember og gilti fyrir nóvembermánuð.

Samþykktin var orðuð þannig:

Þann 5. nóvember sl. tók bæjarráð ákvörðun með hliðsjón af útbreiddu COVID-19 smiti hér á Akranesi að fella niður starfsemi í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi Akraneskaupstaðar föstudaginn 6. nóvember. Jafnframt var lágmarksstarfsemi í þessum stofnunum frá hádegi þann 5. nóvember og þess óskað að foreldrar ungra barna, sæktu börn sín um hádegisbilið þann sama dag.

Vegna þessarar ráðstöfunar samþykkti bæjarráð að í þeim tilvikum sem þjónusta leik- og grunnskóla, tónlistarskólanum og frístundarstarfi fellur niður eða skerðist vegna samkomubanns, veikinda eða sóttkvíar starfsmanna eða af öðrum sambærilegum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingarinnar. Í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustu vegna sóttkvíar eða COVID-19 veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Ef foreldrar kjósa að nýta sér ekki þjónustu með vísan til tilmæla yfirvalda um að foreldrar og forráðamenn haldi börnum sínum heima ef kostur er á hið sama við.

Ofangreint nær til þjónustugjalda leik- og grunnskóla, tónlistarskólans og starfsemi frístundar í Þorpinu. Ákvörðunin er tímabundin og gildir frá hádegi fimmtudagsins 5. nóvember síðastliðinn og út nóvembermánuð næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir framlengingu ráðstafana sbr. fundi ráðsins nr. 3479 frá 2. desember (3. dagskrárliður) og nr. 2488 frá 11. nóvember síðastliðnum (8. dagskrárliður) og að þær taki til tímabilsins frá og með 1. janúar til og með 31. janúar næstkomandi.

Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 15:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00