Fara í efni  

Bæjarráð

3464. fundur 29. júlí 2021 kl. 08:15 - 09:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Valgarður L. Jónsson og Rakel Óskarsdóttir tóku þátt í fundinum í fjarfundi.

1.Sundabraut - yfirlýsing Reykjavíkurborgar og samgönguráðherra

2107499

Yfirlýsing Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Dags. B. Eggertssonar borgarstjóra í Reykjavík um Sundabraut.
Bæjarráð Akraness í umboði bæjarstjórnar fagnar framlagðri yfirlýsingu samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur um uppbyggingu Sundabrautar. Mikilvægt er að búið sé að tímasetja þær aðgerðir sem þarf að framkvæma á næstu árum og leggur bæjarráð áherslu á að þær tímasetningar haldist.
Sundabraut mun auka umferðar- og almannaöryggi og lagning hennar er því gríðarlegt hagsmunamál þeirra sem sækja svo hægt verði að gera áætlanir og hefja undirbúning framkvæmda.
vinnu, nám og þjónustu til höfuðborgarinnar.
Samþykkt 3:0

2.Umferðaröryggi 2021

2105126

Jón Ólafsson verkefnastjóri lagði fram tillögur um umferðaröryggi í Skógahverfi, Esjubraut og Garðargrund. Tillögur felast m.a. í eftirfarandi:

Koma fyrir 30km hellulögðum hliðum í Asparskógum.
Merkja 30 km ofan á valdar götur.
Skoða með hellulagðar upphækkanir.
Koma upp hraðavaraskiltum, hugbúnaður sem safnar yfirliti um hraða og bílaumferð á viðkomandi stað.
Endurskoða umferðarskýrslu m.t.t. hámarkshraða.

Kostnaður við ofangreindar aðgerðir er metin á um 16.millj.kr.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gerður verði viðauki fyrir árið 2021 til að
mæta þessum kostnaði.

Skipulags- og umhverfisráð felur jafnframt Jóni Ólafssyni verkefnastjóra að endurskoða umferðarskýrslu m.t.t. hámarkshraða.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2021 vegna tillagna um umferðaröryggi, samtals að fjárhæð kr. 16.000.000. Útgjöldunum verður mætt innan fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar ársins með tilfærslu verkefna. Unnið er að heildarendurskoðun áætlunarinnar sem kemur til ákvörðunar síðar í sumar.
Samþykkt 3:0

3.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - kaup á skúringavél

2107475

Beiðni frá Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum um viðgerð á skúringavél uppá ca. 1 millj. kr. eða kaup á nýrri skúringavél fyrir um 3 millj. kr.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2021 vegna kaupanna, samtals að fjárhæð kr. 3.000.000. Útgjöldunum verður mætt innan fjárfestingar- og framkvæmdaáætlunar ársins með tilfærslu verkefna. Unnið er að heildarendurskoðun áætlunarinnar sem kemur til ákvörðunar síðar í sumar.
Samþykkt 3:0

4.Markaðsherferð fyrir Akraness

2006217

Markaðsherferð Akraness - þátttaka verktaka.
Fyrirhugaður er fundur með lögaðilum sem hafa fengið úthlutaða lóð og öðrum byggingaverktökum á Akranesi þann 10. ágúst þar sem bæjarstjóri ásamt fulltrúum Tjarnargötunar munu halda kynningu á mögulegri markaðsherferð fyrir Akranes.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

5.Kerfisáætlun Landsnets 2020 - 2029

1911178

Drög að umsögn sveitarfélaga á Vesturlandi um Kerfisáætlun Landsnets.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri að aukin flutningsþörf raforku fyrir möguleg gagnaver verði bætt inn í umsögn sveitarfélaga á Vesturlandi um Kerfisáætlun Landsnets.
Samþykkt 3:0

Fundi slitið - kl. 09:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00