Fara í efni  

Bæjarráð

3113. fundur 25. mars 2011 kl. 07:30 - 08:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Reglur Akraneskaupstaðar um notkun starfsmanna á GSM - símum kaupstaðarins

1103047

Tillaga að reglum um GSM síma í notkun hjá Akraneskaupstað.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

2.Reglur um styrki til greiðslu fasteignagjalda.

1102345

Tillaga að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts lagðar fram til samþykktar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

3.Orkuveita Reykjavíku - staðfesting eigenda vegna lána

1103053

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. mars 2011 þar sem óskað er staðfestingar eigenda Orkuveitu Reykjavíkur á heimild til endurnýjunar og stækkunar rekstrarláasamnings við NBI og Arion banka hf. Um er að ræða heildarskuldbindingu sem nemur sex milljörðum króna.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimildin verði samþykkt og að bæjarstjóra verði falið að ganga frá viðhlítandi undirritunum þar að lútandi.

4.Hundasvæði - breyting á afmörkun

1005045

Bréf framkvæmdaráðs dags. 17. mars 2011 þar sem lagt er til við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting að fjárhæð 1,4 m.kr vegna stækkunar lausagöngusvæðis fyrir hunda.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt til verkefnisins og að afgreiðslu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

5.Kútter Sigurfari

903133

Bréf stjórnar Akranesstofu dags. 2. mars 2011 um framtíð Kútters Sigurfara.

Afgreiðslu frestað.

6.Starfshópur um ferðamál

1011005

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 7. mars 2011 um tillögur starfshóps um ferðamál.

Bæjarráð samþykkir tillögur starfshópsins varðandi húsnæði fyrir upplýsingamiðstöð, ráðningu starfsmanns tímabundið, endurgerð vefsíðu og útgáfu kynningarbæklings.

7.Aukin ræsting í leikskólanum Akraseli

1103110

Bréf fjölskyldustofu, dags. 20. mars 2011, þar sem óskað er eftir fjárveitingu vegna aukinna þrifa í leikskólanum á Akraseli. Kostnaður við verkið er 350 þús. kr.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt til verkefnisins og að afgreiðslu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

8.Fjárhagsáætlun 2011 - ósk um leiðréttingu

1103111

Bréf framkvæmdastjóra fjölskyldustofu, dags. 20. mars 2011, þar sem óskað er eftir leiðréttingu á fjárhagsáætlun vegna fatapeninga á leikskólunum sem nemur samtals kr. 465.000,-.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt til verkefnisins og að afgreiðslu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

9.Faxaflóahafnir sf - aðalfundarboð 2011

1103095

Aðalfundur Faxaflóahafna sf. verður haldinn föstudaginn 20. maí 2011, kl.15:00, í Víkinni Sjóminjasafni.

Bæjarstjóra falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

10.Faxaflóahafnir - ársreikningur 2010

1103079

Ársreikningur Faxaflóahafna fyrir árið 2010 lagður fram ásamt greinargerð hafnarstjóra.

Lagður fram.

11.Vinabæjarmót í Noregi.

1103113

Bréf Norræna félagsins, dags. 20. mars 2011, þar sem gerð er grein fyrir boði á vinabæjarmót í Bamble í Noregi 16.-19. júní n.k.

Lagt fram.

12.Verkefnastjóri um átak í nýsköpunar- og atvinnumálaum

1103130

Ósk starfshóps um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum um að ráða verkefnastjóra til starfa í 6 mánuði

Bæjarráð samþykkir erindið.

13.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1102045

Bréf skipulags og umhverfisnefndar dags. 22. mars s.l. þar sem óskað er eftir staðfestingu á erindisbréfi starfshóps um endurskoðun umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt með áorðnum breytingum.

14.Starfshópur um átak í nýsköpunar- og atvinnumálum.

1012103

Fundargerðir 4 og 5. fundar frá 13 og 22. mars 2011.

Lagðar fram.

15.Starfshópur um framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök

1101010

Fundargerðir starfshópsins frá 16 og 21 mars 2011.

Lagðar fram.

16.Fundargerðir OR - 2011

1101190

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 147,148,149 og 150 frá 31/1, 4/2, 7/2 og 1/3 s.l. lagðar fram.

Lagðar fram.

17.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir stjórnar

1103108

Fundargerð stjórnar Sorpurðunar Vesturlands hf. frá 11. mars 2011.

Lögð fram.

18.Aðalfundur Sorpurðurnar Vesturlands 2010

1102284

Fundargerð 14. aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands 11. mars 2011.

Lagðar fram.

19.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2010

1007007

Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 783 og 784 frá 28/1 og 25/2 s.l.

Lagðar fram.

Bæjarstjóra falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á aðalfundi Lánasjóðs Sveitarfélaga á aðalfundi félagsins þann 25. mars 2011

Fundi slitið - kl. 08:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00