Fara í efni  

Bæjarráð

3455. fundur 15. apríl 2021 kl. 08:15 - 12:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í fjarfundi og fundarmenn samþykkja fundargerð í lok fundar með rafrænum hætti.

1.Fundargerðir 2021 - Menningar- og safnanefnd

2101067

94. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 22. mars 2021.
95. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 30. mars 2021.
Fundargerðirnar eru lagða fram til kynningar.

2.Aðalfundur 2021 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

2103152

Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og skýrsla stjórnar 2020.
Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2021 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands ýmsar tilkynningar og samskipti vegna breytinga

2102135

166. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 22. mars 2021.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2021

2101086

622. mál til umsagnar - frumvarp til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.).
645. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030.
Lagt fram.

5.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - A hluti

2103297

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafnið í Görðum
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi, Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála og Sigmundur Ámundason aðalbókari koma inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. vegna ársins 2020 verði samþykktir.

Samþykkt 3:0

6.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - B-hluti

2103296

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - B hluti
2.1. Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2. Gáma
2.3. Háhiti ehf.
2.4. Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Jóhann, Kristjana Helga og Sigmundur sitja áfram undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn Akraness að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis vegna ársins 2020 verði samþykktir.

Samþykkt 3:0

7.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2020 - samstæða

2103295

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2020.

Jóhann, Kristjana Helga og Sigmundur sitja áfram undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn Akraness að reikningurinn og ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit vegna ársins 2020 verði samþykkt.

Samþykkt 3:0

Jóhann Þórðarson endurskoðandi, Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála og Sigmundur Ámundason aðlbókari víkja af fundi.

8.Markaðsherferð fyrir Akraness

2006217

Einar Benedikt Sigurðsson, Guðrún Ansnes og Tinna Pétursdóttur frá Tjarnargötunni og Ampere kynna hugmynd að markaðsherferð fyrir Akraness sem góður kostur til búsetu og atvinnuuppbyggingu.

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri kemur einnig inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Einari Benedikt, Guðrúnu og Tinnu fyrir kynninguna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Einar Bendedikt, Guðrun, Tinna og Sædís Alexía vikja af fundi.

9.Úttekt á rekstri og fjárhag Akraneskaupstaðar

2101126

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nr. 3450. þann 18. febrúar síðastliðnum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við KPMG um sjálfstæða úttekt með það að markmiði að koma með tillögur að hagræðingu í stjórnsýslu, fjármálum og rekstri sveitarfélagins.
Afgreiðslu málsins frestað á fundi þann 11.03.2021
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá rammasamningi við KPGM um verkefnið.

Samþykkt 3:0

10.Björgunarfélag Akraness - starfsemi, útköll og hjálparliðar

2006258

Endurskoðaður samningur við Björgunarfélag Akraness lagður fram til samþykktar fyrir bæjarráð.

Fyrir lá samþykki í september síðastliðnum en vísað til fjárhagsáætlunar 2021. Í atinu fyrir áramótin láðist að gera ráð fyrir hækkun fjárheimildiar á lið 07830 og samningurinn því tekinn fyrir nú.

Gerðar eru smávægilegar breytingar á 1. og 2. tl. 2. gr. samningsins miðað við samþykkt drög frá 24. sepember 2020.

Kostnaðarauki vegna þessa er samtals kr. 1,8 m.kr.
Bæjarráð samþykkir samning við Björgunarfélags Akraness og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Bæjarráð samþykkir viðbótarkostnað vegna þessa að fjárhæð 1,8 m.kr. sem færist af deild 20830-4995 og á deild 07830-5948.

Samþykkt 3:0

11.Bókasafn - kaup á tækjum

2104031

Umsókn Bókasafns Akraness í tækjakaupsjóð.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjármagn til tækjakaupa í Bókasafni Akraness að fjárhæð kr. 500.000 og forstöðumaður verður að forgangsraða kaupum innan þess ramma.

Fjármagni vegna úthlutunarinnar er ráðstafað af deild 20830-4995 og inn á deild 05210-4660.

Samþykkt 3:0

12.Merkigerði 16 - eign til sölu

2104072

Akraneskaupstað stendur til boða að kaupa fasteignina að Merkigerði 16.
Bæjarráð hafnar boði um kaup á eigninni.

Samþykkt 3:0

13.Framkvæmdanefnd Höfða - úrsögn úr nefnd

2103319

Tilnefning nýs fulltrúa í framkvæmdanefnd Höfða í stað Karls Jóhanns Haagensen.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs.

Samþykkt 3:0

14.Samningur um samstarf slökkviliðs Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

1912291

Skipan í vinnuhóp með Hvalfjarðarsveit og slökkviliðsstjóra vegna samstarfs við rekstraraðila á atvinnusvæðinu á Grundartanga í því skyni að efla og styrkja brunavarnir á svæðinu.
Bæjarráð samþykkir að Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri verði fulltrúar Akraneskaupstaðar í vinnuhópnum.

Samþykkt 3:0

15.Betri vinnutími - stytting vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað

2009164

Breyting á vaktavinnufyrirkomulög hjá vaktavinnustöðum Akraneskaupstaðar vegna styttingu vinnuvikunnar.

Framlagning fundargerða til kynningar.
Fer yfir í stuttu máli ferlið og stöðuna hjá vaktavinnustöðum okkar en breytingin tekur gildi þann 1. maí næstkomandi.
Bæjarráð óskar eftir nánari útreikningum og mati hlutaðeigandi forstöðumanna og stjórnsýslu- og fjármálasviðs á þeim áætlaða kostnaðarauka sem skapast vegna þeirra breytinga sem verða við innleiðingu á "betri vinnutíma" hjá vaktavinnufólki hjá Akraneskaupstað samkvæmt nýjum vaktaplönum sem nú liggja fyrir.

Bæjarráð þakkar forstöðumönnum og starfsmönnum hlutaðeigandi stofnana sem og öðrum sem að verkefninu hafa komið fyrir þá miklu vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við innleiðinguna undanfarna mánuði og er meðvitað um þá kerfisbreytingu sem í þessu felst en við gerð kjarasamninganna á síðasta ári kom fram að áætlaður kostnaðarauki (meðaltal) vegna breytinganna hjá vaktavinnuhópum yrði um 7%.

Samþykkt 3:0

16.Sigurfari - siglingarfélag Akraness

1906113

Húsnæðismál Sigurfara - siglingarfélags Akraness.
Bæjarráð þakkar félaginu fyrir vandað og greinargott erindi.

Bæjarráð vísar erindinu til skóla- og frístundasráðs.

Samþykkt 3:0
Fylgiskjöl:

17.Fjöliðjan - uppbygging á Dalbraut 10

1910179

Umræða um stofnun starfshóps um uppbyggingu Fjöliðjunnar.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs og þess óskað að ráðið vinni drög að erindisbréfi sem vísað verði til velferðar- og mannréttindaráðs til umsagnar og svo aftur til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.

Samþykkt 3:0

18.Jaðarsbakkar 1 - viðhald áhorfendastúku.

2008213

Umsókn KFÍA um styrk úr mannvirkjasjóði KSÍ vegna viðhalds á áhorfendastúku á Norðurálsvelli á Akranesi.
Lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að senda staðfestingu til mannvirkjasjóðs KSÍ á fyrirætlun Akraneskaupstaðar um að ráðast í framkvæmdir á áhorfendastúku á Norðurálsvelli á Akranesi á árinu 2021 að fjárhæð kr. 20.200.000 sbr. samþykkt ráðsins frá 11. febrúar síðastliðinn og afgreiðslu bæjarstjórnar Akraness þann 23. febrúar síðastliðinn.

Samþykkt 3:0

19.80 ára afmælisnefnd Akraneskaupstaðar

2102138

Menningar- og safnanefnd tók fyrir erindi bæjarráðs um afmælisviðburð vegna 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar þann 1. janúar 2022 á fundi sínum þann 22. mars síðastliðinn.

Nefndin lýsir yfir vilja til að standa að undirbúningi viðburðar vegna 80 ára afmæli Akraneskaupstaðar. Nefndin leggur áherslu á að auka fjárveiting fylgi viðburðinum og að til staðar sé virkt samráð við bæjarfulltrúa um undirbúning og skipulag. Nefndin stefnir að skila inn tillögum á haustdögum.
Lagt fram.

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0
Næsti fundur bæjarráðs verður þriðjudaginn 20. apríl 2021.

Fundi slitið - kl. 12:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00