Fara í efni  

Bæjarráð

3447. fundur 14. janúar 2021 kl. 08:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2020 - Menningar- og safnanefnd

2001006

30. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17. desember 2020.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

354. mál til umsagnar - frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
355. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu.
356. mál til umsagnar - frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.
339. mál - til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög.
360. mál til umsagnar - tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu.
Lagt fram.

3.Reglur 2021 - afsláttur af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega

2101110

Reglur um afslátt fasteignagjalda eldri borgara og öryrkja 2021.

Kristjana Helga Ólafsdóttir deildarstjóri fjármála kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á Akranesi fyrir árið 2021 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

4.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2020

2006135

Rekstraryfirlit janúar til nóvember 2020.

Kristjana situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Steinar Adolfsson sviðsstjóri kemur inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Kristjönu og Steinari fyrir greinagóða yfirferð á rekstrinum frá janúar til nóvember 2020 ásamt kynningu á breyttu fyrirkomulagi á upplýsingagjöf um rekstrarstöðu sveitarfélagsins.

5.Æðaroddi 40 - umsókn um byggingarlóð

2101022

Umsókn um byggingarlóð við Æðarodda 40. Umsóknargjald hefur verið greitt og umsókn því tæk til afgreiðslu.

Vakin er athygli á að óskað er eftir að nýtt sé 4. grein í gjaldskrá Akraneskaupstaðar.

Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri koma inn á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Stefáni og Sigurði fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og umhverfisráðs um beiðni viðkomandi um nýtingu afsláttar í samræmi við 4. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda. Bæjarráð frestar því afgreiðslu málsins þar til sú umsögn liggur fyrir. Málið verður lagt fyrir á ný þann 28. janúar næstkomandi.

6.Beykiskógar 19 - umsókn um byggingarlóð

2011290

Umsókn um byggingarlóð við Beykiskóga 19. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðar við Beykiskóga 19 til umsækjenda.

7.Gjaldskrár 2021

2012274

Beiðni um leiðréttingu á gjaldskrá bókasafnsins.
Bæjarráð samþykkir erindið.

8.List á hringtorgum

2101049

Erindi Guðmundar R. Lúðvíkssonar myndlistamanns um list á hringtorgum.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við erindinu.

9.Skátafélag Akraness - samstarfssamningur

2005083

Erindi til bæjarráðs frá Skátafélagi Akraness þar sem óskað er eftir endurskoðun á samstarfssamning.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Erindið lagt fram og afgreiðslu málsins frestað. Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins.

10.Tryggingar Akraneskaupstaðar 2019 - 2021

2011254

Lokun starfsstöðvar TM á Akranesi.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála og felur bæjarráð bæjarstjóra frekari úrvinnslu þess.

11.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Samningur Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalagsins.
RÓ víkur af fundi undir þessum lið.

Síðastliðið haust skipaði bæjarráð í samvinnu með skóla- og frístundaráði nýjan starfshóp með fulltrúum Akraneskaupstaðar og ÍA sem var falið að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi að úthlutun fjármagns, sem stuðla ætti að gagnsæi og jafnvægi á úthlutunum til aðildarfélaga ÍA. Vinnu þess starfshóps lauk í nóvember s.l og samþykkti bæjarráð þann 4. desember sl. að hækka fjárveitingu til íþróttastarfs hjá ÍA um 18,4 milljónir króna og er því á árinu 2021 samtals 35,1 milljónir króna.

Bæjarráð samþykkir að fjárhæðinni verður úthlutað þannig að 23,4 milljónir króna munu fara til barna- og unglingastarfs en 11,7 milljónir króna fara í „styrktarsjóð ÍA“ sem verður til úthlutunar til íþróttafélaga. ÍA mun sjá um úthlutun úr styrktarsjóð ÍA en um 80% verða styrkir vegna grunnkostnaðar aðildarfélaga, 10% verða hvatastyrkir til aðildarfélaga og 10% verða afreksstyrkir til að verðlauna fyrir sérgreind afrek.

12.Þorrablót Skagamanna 2021

2101143

Þorrablót Skagamanna 2021.
Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til viðburðarins Þorrablót Skagamanna samtals kr. 500.000 árið 2021 í ljósi sérstakra aðstæðna vegna heimsfaraldurs.

Útgjöldin verða færð af 21010-5948.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00