Fara í efni  

Bæjarráð

3403. fundur 27. febrúar 2020 kl. 08:15 - 11:55 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020

2001240

Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Óskað er eftir umsögnum um drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafna í samræmi við lög um opinber skjalasöfn.

119. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingum á barnalögum, nr 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns).
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn bæjarráðs varðandi frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

2.Afskriftir vegna ársins 2019

1912263

Tillaga að afskrift - er hluti af fyrra máli sem óskað var eftir að ræða sérstaklega.
Kristjan Helga Ólafsdóttir og Sveinborg Kristjánsdóttir sitja fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu fjármálasviðs um afskriftir vegna ársins 2019 samtals að fjárhæð kr. 292.024 en afgreiðsla þessa hluta tillagnanna var frestað á fundi bæjarráðs þann 13. febrúar síðastliðinn.

3.Umbótavinna á rekstri og innra vinnulagi hjá Akraneskaupstað

2001210

Verkefnistillaga frá Capacent um umbótavinna á rekstri og innra vinnulagi hjá Akraneskaupstað. Afgreiðslu máls var frestað á fundi bæjarráðs þann 13. febrúar 2020.
Bæjarráð samþykkir að ráðast í umbótavinnu á rekstri og innra verklagi hjá Akraneskaupstað samkvæmt verkefnatillögu frá Capacent ráðgjafafyrirtæki. Gert er ráð fyrir að vinnan hefjist þann 1. mars og áætluð verklok eru eigi síðar en þann 1. júní næstkomandi. Markmiðið er að ná fram aukinni skilvirkni í starfsemi stjórnsýslu sveitarfélagsins með breytingum á stjórnun, verkferlum og samstarfi, ásamt því að kanna m.a. frekari hagnýtingu upplýsingatækninnar í þessu skyni.

Bæjarráð samþykkir að veita fjármunum til verkefnisins, samtals að fjárhæð kr. 3.700.000 án virðisaukaskatts.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5 að fjárhæð kr. 3.700.000 sem skal ráðstafað af deild 20830-4995 og á deild 21400-4390. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins. Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

4.Héraðsskjalasafn Akraness - úrbótaáætlun

1912047

Menningar- og safnanefnd vísar tillögu héraðsskjalavarðar að tímasettri úrbótaáætluninni til umfjöllunar bæjarráðs og bendir sérstaklega á mikilvægi þess að staðsetning Héraðsskjalasafns innan stjórnskipunar Akraneskaupstaðar endurspegli hlutverk þess samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.

Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur héraðsskjalaverði fyrir vandaða og greinargóða vinnu við gerð umbótaáætlunarinnar sem og Ellu Maríu Gunnarsdóttur fyrir hennar framlag á fundinum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og forstöðumanni menningar- og safnamála að vinna málið áfram og leggja fram tillögur eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.

Afgreiðslu málsins frestað.

5.Menningar- og safnamál - Starfsáætlun 2020

2001074

Akraneskaupstað hefur verið boðið að taka að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd
á verkefninu Barnamenningarhátíð sem er hluti af áhersluverkefninu Samstarf safna á
Vesturlandi og átak í markaðssetningu þeirra sem heyrir undir Sóknaráætlun Vesturlands. Um er að ræða verkefni sem var síðast framkvæmt fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit á árinu 2017.

Lagt er því til að staðið verði fyrir opnum fundi þar sem áhugafólk um skapandi
greinar yrði sérstaklega hvatt til þátttöku.

Ella María situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu forstöðumanns um að Akraneskaupstaður taki að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd verkefnisins "Barnamenningarhátið" sem er í samræmi við áherslur menningarstefnu Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð þakkar forstöðumanni menningar- og safnamála fyrir undirbúning málsins.

6.Styrkir til íþrótta- og menningarverkefna

1911175

Auglýst var eftir styrkumsóknum til menningar- og íþróttaverkefna í nóvember síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út þann 16. desember. Menningar- og safnanefnd hefur yfirfarið þær umsóknir sem bárust og leggur fram tillögu að styrkveitingum vegna menningartengdra verkefna. Tillögunni er vísað til samþykktar í bæjarráði.

Ella María situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um úthlutun styrkja til menningartengda verkefna að fjárhæð kr. 2.900.000.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 6 að fjárhæð kr. 3.850.000 sem skal ráðstafað af deild 20830-5948 og inn á deild 05890-5948. Ákvörðunin hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins. Mismuninum, samtals að fjárhæð kr. 950.000, verður ráðstafað síðar á árinu af forstöðumanni menningar- og safnamála í samráði við menningar- og safnanefnd.

Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

Ella María Gunnarsdóttir víkur af fundi.

7.Asparskógar 6 - Umsókn um byggingarlóð

2002303

Umsókn Hagaflöt ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 6. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Rakel Óskarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið. Ekki eru gerðar athugasemdir við það af hálfu fundarmanna.

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar við Asparskóga nr. 6 til umsækjanda.

8.Atvinnumál - verkefni

1905365

Tillaga bæjarstjóra um þátttöku Akraneskaupstaðar á ráðstefnu í Frankfurt í mars næstkomandi. Um er að ræða ráðstefnu sem gefur Akraneskaupstað tækifæri Akraneskaupstaðar hér að vekja athygli á Akranesi og greiða betur leið milli Akraness og hugsanlegra fjárfestra.
Tillaga bæjarstjóra um þátttöku Akraneskaupstaðar í Cloudfest ráðstefnu sem haldin verður í Þýskalandi nú í mars mánuði. Samþykkt 2:0, RÓ situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

Heildarkostnaður, ráðstefnugjald að fjárhæð kr. 750.000 og flug- og gistikostnaður fyrir tvo þátttakendur að fjárhæð kr. 370.000, samtals að fjárhæð kr. 1.120.000 verður mætt af deild 20830-4995 og færður á deild 21400-4240(kr. 750.000) og 21400-4270 (kr. 370.000). Ákvörðunin hefur ekki áhrif á áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins.

9.Nýlendureitur - Melteigur 11, breyting á samkomulagi

2002004

Beiðni Kali ehf. um endurupptöku/endurgerð samkomulags um svokallaða Nýlendurreit sem er á milli Suðurgötu og Sóleyjargötu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.

10.Grjótið Bistro-bar - rekstrarleyfi

2002198

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi hefur borist umsókn Grjótið Bistro-bar ehf kt.550819-0740 um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III, skemmtistaður, veitingastofa og greiðasala, kaffihús, krá og samkomusalir, sem rekinn verður sem Grjótið að Kirkjubraut 8-10 (F2102081og2), Akranesi.

Óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar ásamt umsögn slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa.
Akraneskaupstaður gerir ekki athugasemdir við útgáfu umbeðins rekstrarleyfis.

11.Uppbygging á Jaðarsbökkum

2002380

Framtíðaruppbygging Jaðarsbakka.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálasviði frekari úrvinnslu málsins sem felst m.a. í að meta rekstraráhrif af flýtingu fyrirhugaðra framkvæmda á Jaðarsbökkum þannig að hönnun geti farið fram í ár og uppbygging hafist á næsta ári.

12.Endurskoðun á siðareglum bæjarfulltrúa

2002381

Endurskoðun á siðareglum bæjarfulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að yfirfara gildandi siðareglur og taka til skoðunar hvort þörf sé að breyta þeim og skýra nánar einstaka þætti þeirra.

Bæjarráð áætlar að vinnunni verði lokið eigi síðar en í lok apríl næstkomandi.

13.Vegir á Vesturlandi - ástand / tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi 2019

1902024

Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á 9 km kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.
Bæjarráð Akraness fagnar niðurstöðu frummatsskýrslu Vegagerðarinnar um mat á umhverfisáhrifum vegna vegagerðar um Kjalarnes en þar segir að á heildina litið verði ekki umtalsverð umhverfisáhrif af framkvæmdinni.

Bæjarráð krefst þess að fjárveitingar vegna vegaframkvæmda við Vesturlandsveg séu í takt við samþykkta samgönguáætlun og að framkvæmdir hefjist á þessu ári. Bæjarráð áréttar mikilvægi forgangsröðunar samkvæmt samþykktri samgönguáætlun Vesturlands þar sem áhersla er lögð á lagningu Sundabrautar, tvöföldun vegar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga.

Ennfremur minnir bæjarráð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fyrri orði hans um að raunhæft sé að bjóða út framkvæmdir á Sundabraut á þessu kjörtímabili og að framkvæmdir geti hafist á næstu þremur til fjórum árum. Bæjarráð Akraness ítrekar að orð skulu standa og mun halda áfram að fylgja þessu máli fast eftir.

Bókun bæjarráðs verður komið á framfæri við samgönguyfirvöld og þingmenn Norðvesturkjördæmis, Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkurkjördæma.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar til Vegagerðarinnar.

14.Orkukræfur iðnaður - staða fyrirtækja á Grundartanga o.fl.

2002388

Rekstrarumhverfi fyrirtækja í orkukræfum iðnaði m.a. með tilliti til raforkuverðs tekin til umræðu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda erindi til stjórnar Landsvirkjunar, þingmanna og Samkeppniseftirlitsins

15.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - aðalfundur 26. mars 2020

2002147

Auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. fer fram þann 26. mars næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík. Kjörnefnd hefur óskað eftir að tilnefningar og/eða framboð til stjórnarsetu liggi fyrir í síðasta lagi á hádegi mánudaginn 4. mars næstkomandi. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs sitja aðalfundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar. Aðalfundur Lánasjóðsins fer fram sama dag og landsþing Sambandsins en fulltrúar Akraneskaupstaðar á landsþinginu eru bæjarfulltrúarnir Valgarður L. Jónsson, Elsa Lára Arnardóttir, Rakel Óskarsdóttir og Sandra Sigurjónsdóttir og að auki sækir bæjarstjóri landsþingið.

Fundi slitið - kl. 11:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00