Fara í efni  

Bæjarráð

3391. fundur 08. nóvember 2019 kl. 16:00 - 17:36 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Aukafundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna árins 2020 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2021 - 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun árins 2020 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2021 til og með 2023 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi.

Samþykkt 3:0.

Bókun RÓ:

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill í ljósi þess, að yfirferð og vinna við 3ja ára áætlun fjárhagsáætlunar var svo takmörkuð, benda á að ákveðið stefnuleysi ríkir í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar. Vinnubrögð núverandi meirihluta við gerð fjárhagsáætlana hafa einkennst af ákveðinni skammsýni því eingöngu er horft til eins árs í senn við gerð hennar.

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ekki komið saman til stefnumarkandi fundar þar sem grunnur er lagður að þeim verkefnum og áherslum sem stefna skuli að á næstu árum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kalla því hér með eftir meiri samfellu og formfestu í fjárhagsáætlanarvinnunni með vísan í það verklag sem unnið var eftir á kjörtímabilinu 2014-2018 og gaf góðan árangur. Með skýrri framtíðarsýn getur bæjarstjórn Akraneskaupstaðar betur tekið stefnumótandi ákvarðanir út frá ígrundaðri þarfagreiningu sem og fjárfestingar- og rekstrargetu sveitarfélagsins. Þannig er betur hægt að gera sér grein fyrir rekstraráhrifum stærri fjárfestinga til framtíðar.

Rakel Óskarsdóttir (sign)

Bókun fulltrúa Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra:

Bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra og Samfylkingarinnar taka undir bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að ekki hafi verið hægt að afgreiða þriggja ára fjárhagsáætlun út úr bæjarráði á fundi ráðsins þann 7. nóvember s.l. þar sem umræða um hana hafði ekki farið fram.

Umræðan var ekki búin þar sem ekki var búið að ljúka fjárhagsáætlun ársins 2020 fyrr en á fundi bæjarráðs þann 7. nóvember síðastliðinn og í framhaldi af því átti að stilla þriggja ára fjárhagsáætlun upp.

Aldrei hefði annað verið hægt en að halda aukafund í bæjarráði til að afgreiða þriggja ára áætlunina og var sá fundur boðaður þann 8. nóvember.

Fyrir lok annarrar umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og þriggja ára áætlunar verður unnin greining á rekstrarkostnaði vegna þeirra fjárfestinga sem nú er unnið að, eins og fimleikahúsi, þjónustumiðstöð við Dalbraut og leikskóla. Auk þessa er unnið að skipulagningu fundar með allri bæjarstjórn þar sem farið verður yfir framtíðarsýn varðandi fjárfestingar og áhrif þeirra.

Valgarður L. Jónsson (sign)
Elsa Lára Arnardóttir (sign)

Bæjarráð þakkar fagráðunum og embættismönnum fyrir vinnu þeirra í tengslum við forgangsröðun viðbótarbeiðna sem ráðgert var að mæta að einhverju leyti í áætluninni. Vegna breyttra forsendna var ekki unnt að verða við þeim en vinnan mun nýtast ef svigrúm skapast í fjárhag sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:36.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00