Fara í efni  

Bæjarráð

3321. fundur 28. september 2017 kl. 08:15 - 12:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum

1703194

Kynning á hugmyndum starfshóps um uppbyggingu á Jaðarsbökkum. Skóla- og frístundaráð situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar starfshópnum fyrir kynninguna og felur honum að vinna áfram að hugmyndarvinnu um uppbyggingu á svæðinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð óskar eftir að starfshópurinn skili áfangaskýrslu fyrir 1. desember næstkomandi.

2.SSV - aukaaðalfundur 11. október 2017

1709132

Erindi SSV um aukaaðalfund sem fram fer þann 11. október nk. í kjölfar haustþings SSV.
Bæjarráð samþykkir að Ólafur Adolfsson, Rakel Óskarsdóttir, Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir auk bæjarstjóra verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum.

3.SSV - haustþing 2017

1709050

Fulltrúar Akraneskaupstaðar á haustþing SSV sem haldið verður á Gamla Kaupfélaginu þann 11. október nk.
Bæjarráð samþykkir að Ólafur Adolfsson, Rakel Óskarsdóttir, Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir auk bæjarstjóra verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum.

4.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017

1709106

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin þann 5. og 6. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúarnir Ólafur Adolfsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir sæki ráðstefnuna. Auk bæjarfulltrúa munu sviðsstjórar, fjármálastjóri og verkefnastjórar á stjórnsýslu- og fjármálasviði einnig sækja ráðstefnuna.

5.Jöfnunarsjóður - ársfundur 2017

1709152

Fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs 2017 sem haldinn verður þann 4. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica kl. 16:00.
Bæjarráð samþykkir að bæjarfulltrúinn Ólafur Adolfsson sæki ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

6.Forsendur fjárhagsáætlunar 2018

1708093

Forsendur fjárhagsáætlunar 2018.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018.

7.Seljuskógar 10-12 - umsókn um byggingarlóð

1708079

Umsókn RAF-PRO ehf. um byggingarlóð að Seljuskógum 10-12. Umsóknargjald hefur verið greitt og er því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnarinnar að Seljuskógum 10-12 til umsækjanda.

8.Baugalundur 11 - Umsókn um byggingarlóð

1709102

Umsókn Jónínu Drafnar Pálsdóttur um byggingarlóð að Baugalundi 11. Umsóknargjald hefur verið greitt og er því umsóknin tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnarinnar að Baugalundi 11 til umsækjanda.

9.Faxaflóahafnir - möguleg eignaskipti

1709117

Svarbréf stjórnar Faxaflóahafna vegna erindi Akraneskaupstaðar dags. 15. september sl. um möguleg eignarskipti Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna.
Bæjarráð þakkar stjórn Faxaflóahafna fyrir erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins með hafnarstjóra.

10.Viti á Akranesi frá 1891

1709124

Erindi stjórnar Faxaflóahafna dags. 18. september sl. um tilgata um vita frá 1891.
Bæjarráð þakkar fyrir áhugavert erindi og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

11.Neytendasamtökin - styrkbeiðni

1709138

Beiðni Neytendasamtakana um styrkveitingu.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við því að svo stöddu.
Fylgiskjöl:

12.Þjónusta sveitarfélaga - Gallup könnun

1709112

Erindi Gallup um árlegu könnun meðal íbúa 19 stærstu sveitarfélaga landsins fer af stað nú í lok september/ byrjun október.
Bæjarráð samþykkir að Akraneskaupstaður taki þátt í könnun Callup um þjónustu sveitarfélaga 2017. Kostnaði vegna þessa verður ráðstafað af lið 20830-4995.

13.Jólaævintýri í Garðalundi

1610130

Erindi menningar- og safnanefndar um samstarfssamnings við Muninn kvikmyndagerð ehf. um Jólaævintýri í Garðalundi.
Bæjarráð samþykkir erindi menningar- og safnanefndar og felur bæjarstjóra í samráði við forstöðumann menningar- og safnamála frekari úrvinnslu málsins og undirritun samstarfssamningsins í samræmi við umræður á fundinum.

14.Stillholt 16-18 - viðgerð á húsi

1709125

Fyrir liggur ástandsskýrsla vegna húsnæðisins og þörf á endurbótum.
Eigendur hafa til skoðunar hvaða aðgerðir rétt er að ráðast í og á hve löngum löngum tíma.

Akraneskaupstaður á 22% eignarhlut í húsnæðinu.
Lagt fram til kynningar.

15.Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs á Akranesi

1706042

Íbúðalánasjóður hafði samband við sveitarfélög með það í huga að bjóða þeim til viðræðna um möguleg kaup þeirra fasteigna í eigu sjóðsins innan viðkomandi sveitarfélags. Velferðar- og mannréttindaráð tók málið fyrir á fundi sínum og taldi þörf á að Akraneskaupstaður hefði yfir að ráða leiguhúsnæði fyrir skjólstæðinga sína. Ráðið vísaði ákvörðun sinni til bæjarráðs. Bæjarráð samþykkti að kannað yrði frekar verðmæti þeirra eigna Íbúðarlánasjóð sem voru í söluferli. Ákveðið var að skoða verðmæti einnar eignar sem talið er að geti nýst vel fyrir þá íbúa sem eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði og var gert tilboð í þá eign með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Bæjarráðs samþykkir tilboð Íbúðalánasjóðs um kaup á eign að Einigrund 8, íbúð 20102, samtals að fjárhæð 18,5 mkr.

Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2017 sem hækkar áætlunina úr 759 mkr. í 777,5 mkr. og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð vísar ákvörðun sinni um breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun til samþykktar í bæjarstjórn og til staðfestingar í viðauka.

16.Starfsmannahald Fjöliðjunnar beiðni um aukningu á stöðuhlutfalli

1709009

Á 66. fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 20. september 2017 var fjallað um starfsmannahald í Fjöliðjunni vinnu- og hæfingarstað og beiðni um aukningu á starfshlutfalli.

Velferðar- og mannréttindaráð mælir með því við bæjarráð að veita heimild fyrir ráðningu þroskaþjálfa í 100% starf. Áætlaður viðbótarkostnaður fyrir árið 2017 er um kr. 1.700.000.
Bæjarráð samþykkir aukningu á stöðuhlutfalli við Fjöliðjuna vegna ársins 2017. Kostnaði vegna þessa verður ráðstafað af lið 20830-4995.

Gert verður ráð fyrir auknum launaútgjöldum í Fjöliðjunni vegna ársins 2018 til samræmis við samþykkt bæjarráðs nú.

17.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd

1701009

45. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 26. september 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

18.Skólamatur - kynning

1709159

Kynning frá forsvarsmönnum Skólamatar ehf. Skóla- og frístundaráð ásamt starfsfólki af skóla- og frístundasviði taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum Skólamatar ehf. fyrir afar áhugaverða kynningu og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Fundi slitið - kl. 12:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00