Fara í efni  

Bæjarráð

3247. fundur 12. febrúar 2015 kl. 17:15 - 21:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Sjóður - styrkir til viðhalds fasteigna á Akranesi.

1411188

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum 29.1.2015, tillögu að reglum fyrir sjóðinn og vísar til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir reglurnar með tilteknum breytingum og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

2.Framkvæmdaáætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411071

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 29.1.2015, tillögu að framkvæmdaáætlun 2015 og vísar henni til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun vegna ársins 2015 og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

3.Verk- og tímaáætlun fjármálasviðs v/ mánaða- og árshlutauppgjöra og fjárhagsáætlunargerðar

1502105

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi verk- og tímaáætlun stjórnsýslu- og fjármálasviðs um framlagningu mánaða- og árshlutauppgjöra árið 2015.

4.Þjóðvegur 15 a, hitaveitutankur

1405164

Gatnagerðargjöld vegna nýs hitaveitugeymis Orkuveitu Reykjavíkur - Veitna við Þjóðveg 15/15A.
Bæjarráð samþykkir að greiðsla OR vegna gatnagerðargjalda vegna byggingu nýs hitaveitutanks við Þjóðbraut 15a verði kr. 16.896.525.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Akraneskaupstaður - stefnumótun og framtíðarsýn

1502116

Bæjarráð ákvað á fundi sínum þann 29. janúar síðastliðinn að farið yrði í stefnumótunarvinnu og fól bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Bæjarráð samþykkir allt að kr. 1.250.000, vegna fyrirhugaðrar vinnu við stefnumótun og framtíðarsýn Akraneskaupstaðar.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum aðkeypt önnur vinna 20830-4980.

6.Mannfjöldaspá fyrir Akranes

1410121

Í lok síðasta árs var sviðsstjórum skóla- og frístundasviðs og skipulags- og umhverfissviðs falið að undirbúa mat á mögulegri þróun í skóla- og búsetumálum á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að ráðstafa kr. 500.000 til kaupa á skýrslu um mannfjöldaspá fyrir Akranes sem unnin verði af Vífli Karlssyni hagfræðingi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.

Fjárhæðinni skal ráðstafað af liðnum aðkeypt önnur vinna 20830-4980.

7.100 ára kosningaréttur kvenna

1408142

Bæjarráð samþykkir að leita umsagnar hjá menningar- og safnanefnd varðandi sýningu er varðar aldarlanga sögu heilbrigðisþjónustu á Akranesi í tengslum við 100 ára kosningarétt kvenna.


8.Menningarmál - samningur um úttekt

1411142

Úttektarskýrsla á rekstri menningarmála hjá Akraneskaupstað
Bæjarráð vísar skýrslunni til umsagnar menningar- og safnanefndar.

9.Blómfríður SH 422 - bátafriðun

1502119

Erindi Valdimars Harðarsonar dags. 9.2 2015.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

10.Umsókn um byggingarlóð

1502103

Umsókn Björgvins Sævar Matthíassonar um byggingarlóð við Seljuskóga 16.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Seljuskógar 16 til Björgvins Sævars Matthíassonar.

11.Umsókn um byggingarlóð

1502104

Umsókn Björgvins Sævar Matthíassonar um byggingarlóð við Seljuskóga 20.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Seljuskógar 20 til Björgvins Sævars Matthíassonar.

12.Baugalundur 16 - umsókn um lóð

1502121

Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Baugalundur 16 til Jóns Sigurðssonar.

13.Styrkir 2015 til íþrótta- atvinnu- og menningarmála og annarra mála

1410157

Tillögur menningar- og safnanefndar um úthlutun styrkja 2015 til íþrótta- atvinnu- menningarmála og annarra mála er varða umsóknir sem heyra undir starfssvið nefndarinnar.
Bæjarráð samþykkir útlutun styrkja samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og felur bæjarstjóra nánari útfærslu á greiðslu styrkjanna.

Úthlutunin er eftirfarandi:
Karlakórinn Svanir, vegna vinnslu í hljóðveri, kr. 180.000.
Grundaskóli, vegna söngleiks, kr. 500.000.
Siglingafélag Reykjavíkur, vegna mótshalds, kr. 40.000.
Dagbjört Guðmundsdóttir, vegna verkefnis um Akraborgina,kr. 400.000.
Kvennakórinn Ymur Akranesi, vegna 20 ára afmæli kórsins
kr. 150.000.
Kór Akraneskirkju, vegna tónleika á árinu, kr. 120.000.
Ingveldur María Hjartardóttir, vegna tónleika á Akranesi, kr. 100.000.
Aldís Fjóla B. Ásgeirsdóttir, vegna tónlistarveislu á Akranesi, kr. 100.000.
Bjarki Sveinbjörnsson, vegna skráning heimilda,
kr. 125.000.
Skagaleikflokkurinn, vegna uppsetningar á leiksýningu, kr. 650.000.
Sjóbaðsfélag Akraness, vegna mótshalds á þríþraut á Akranesi, kr. 100.000.
Sundfélag Akraness, vegna kaupa ungbarnasunds, kr. 100.000.
Körfuknattleiksfélag Akraness, vegna endurnýjunar á búnaði, kr. 100.000.
Sundfélag Akraness, vegna kostnaðar við æfingar,kr. 59.114.
Karatefélag Akraness, vegna æfingabúða fyrir ungmenni,kr. 75.000.
Siglingarsamband Íslands, vegna æfingabúða og siglingakennslu,kr. 100.000.
Fimleikafélag Akraness, vegna áhaldakaupa,kr. 500.000.
Fimleikafélag Akraness, vegna húsaleigu,kr. 240.000.
Íþróttafélagið Þjótur, vegna ýmis konar kostnaðar (ferða og rekstrar), kr. 300.000.
Egill Guðvarður Guðlaugsson, vegna ferðastyrks, kr. 150.000.
Klifurfélag Akraness, vegna stækkunar klifurveggs og til að bæta aðstöðu, kr. 150.000.
Valdís Þóra Jónsdóttir, vegna ferðakostnaðar, kr. 200.000.
Golfklúbburinn Leynir, vegna 50 ára afmæli klúbbsins,kr. 400.000.
Símenntunarmiðstöð Vesturlands, vegna listnámsbrautar á Akranesi,kr. 150.000.
Stígamót, vegna rekstrarstyrks, kr. 200.000.
Kvennaathvarfið, vegna rekstrarstyrks,kr. 200.000.
Norræna félagið, vegna vinabæjarmóta, kr. 50.000.

Dreyri hestamannafélag, vegna ferðakostnaðar, kr. 50.000
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, vegna Sögu- og söngstundar fyrir börn á laugardögum, kr. 50.000

14.Laugafiskur - lyktarmengun

1206151

Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins dags. 4.2.2015.
Eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lögð fram til kynningar.

15.Frumvarp til laga nr. 456 - um Menntamálastofnun

1501420

Beiðni frá Alþingi um umsögn á frumvarpi til laga um Menntamálastofnun (heildarlög).
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

16.Frumvarp til laga nr. 426 - um grunnskóla

1501419

Beiðni frá Alþingi um umsögn á frumvarpi til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.)
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

17.Frumvarp til laga nr. 237 - um húsaleigubætur (námsmenn)

1502081

Beiðni frá Alþingi um umsögn á frumvarpi til laga um húsaleigubætur (námsmenn).
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2015 - starfshópur um Sementsreit

1501214

5. fundargerð starfshóps um Sementsreit frá 19.1.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga

1501219

824. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00