Fara í efni  

Bæjarráð

3017. fundur 09. október 2008 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Baugalundur 12 - umsókn um lóð

810004

Bréf sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs, dags. 1.10.2008, varðandi umsókn Gunnars Ólafssonar og Rannveigar Sturlaugsdóttur um lóð nr. 12 við Baugalund.

Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar.

2.Bréf tómstunda- og forvarnarnefndar, dags. 8.10.2008, varðandi nýjar reglur um gildissvið ?Ávísun á

810059

Lagt er til að ávísanirnar nái yfir fleiri tómstundatengd tilboð, ss. námskeið að uppfylltum skilyrðum og að ávísunin gildi fyrir ungmenni að 18 ára aldri.


Bæjarráð hefur samþykkt að hækka ávísun í kr. 10.000.-. Tómstunda- og forvarnarnefnd leggur til að ávísun sé greidd í einu lagi að hausti 2009, bæjarráð staðfestir það. Bæjarráð staðfestir einnig tillögu nefndarinnar um nýjar reglur um gildissvið.

3.Drög að samningi milli Grundaskóla og Umferðarstofu með gildistíma frá 1.10.2008 til 30.9.2009.

810060

Í samningnum eru skilgreind þau verkefni sem Grundaskóli, sem móðurskóli í umferðafræðslu, mun sinna á tímabilinu og greiðsla Umferðastofu kr. 12.900.000.-

Bæjarráð lýsir ánægju sinni með samningsdrögin og staðfestir þau fyrir sitt leyti.

4.Fótboltaæfingar fyrir fatlaða einstaklinga.

810061

Erindinu vísað til umsagnar til tómstunda- og forvarnarnefndar frá bæjarráði 11.9.2008.
Tómstunda- og forvarnarnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir nánari útfærslu á hvernig að þessu yrði staðið.

Bæjarráð óskar eftir að tómstunda- og forvarnanefnd taki upp viðræður við UKÍA um útfærslu og geri tillögu til bæjarráðs ef þurfa þykir.

5.Bréf Menntamálaráðuneytisins varðandi úthlutun úr námsgagnasjóði.

809075

Námsgangasjóður var stofnaður á grundvelli laga um námsgögn nr.71/2007 og hefur sjóðurinn það hlutverk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa.

Lagt fram.

6.Upplýsingaöflun vegna almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla 2009.

810035

Bréf Samgönguráðuneytisins, dags. 1.10.2008, varðandi upplýsingasöfnun. Óskað er eftir að svar berist í pósti eigi síðar en 17. okt. nk.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs að svara erindinu.

7.Umsóknir um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2009.

810034

Bréf Samgönguráðuneytisins, dags. 1.10.2008, varðandi framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2009. Óskað er eftir að umsóknir berist í pósti eigi síðar en 17. okt. nk.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs að svara erindinu.

8.Skipun nýrrar skólanefndar Fjölbrautarskóla Vesturlands

810038

Bréf skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands, dags. 3.10.2008, varðandi skipun nýrrar skólanefndar FVA sbr. 5. gr. laga framhaldsskóla um skólanefndir.

Lagt fram.

9.Dalbraut 1 - beiðni um aukafjárveitingu vegna bókasafns

810016

Bréf framkvæmdarnefndar mannvirkja, dags. 29.10.2008, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu vegna byggingar bókasafns að Dalbraut 1.

Bæjarráð samþykkir beiðnina og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.

10.Ágóðahlutagreiðsla fyrir árið 2008 frá Eignarhaldsfélagsins Brunabótarfélag Íslands.

810033

Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 2.10.2008, varðandi ágóðagreiðslu 2008.

Lagt fram.

11.Bréf Spalar ehf. varðandi kaup á slökkviliðsbíl.

810051

Stjórn Spalar ehf. treystir sér ekki til að verða við beiðni kaupstaðarins um styrk frá félaginu til kaupa á slökkvibifreið.

Bæjarráð harmar afstöðu Spalar í þessu máli.

12.Sementsverksmiðjan hf, starfsleyfi,

808016

Bréf Skipulagsstofnunar dags, 6.10.2008, umsagnarbeiðni vegna tilkynningar liggur fyrir.

Bæjarráð felur starfshópi um starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar að gera tillögu að svari og leggja fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar.

13.Sólmundarhöfði 2 - Kaupsamningur.

810063

Kaupsamningur um einbýlishús að Sólmundarhöfða 2, ásamt hlöðu og gripahúsi


Bæjarráð samþykkir samninginn. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.

14.Breiðargata Breið - landnúmer 132361. Afsal (hið afsalaða er 8.0683% af lóðinni)

810062


Bæjarráð staðfestir samninginn. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2008.

15.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2008

810055

Drög að dagskrá 1060. fundar bæjarstjórnar 14. okt 2008 liggur fyrir.

16.Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2008.

810065

Fundargerð 64. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 6.10.2008 liggur fyrir.

Byggingarhluti fundargerðarinnar staðfest, aðrir töluliðir lagðir fram.

17.Fundargerðir samstarfsnefndar 2008

810028

Fundargerð 141. fundar samstarfsnefndar frá 2.10.2008 liggur fyrir.


Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

18.Fundargerðir framkvæmdanefndar mannvirkja 2008.

810022

Fundargerðir 192. og 193. funda framkvæmdanefndar mannvirkja frá 23.9. og 29.9.2008 liggja fyrir.


Lagðar fram.

19.Fundargerðir verkfunda Akraneskaupstaðar, Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitu Reykjavíkur

810029

Fundargerðir 12. og 13. verkfunda frá 17.9. og 30.9.2008 liggja fyrir.

Lagðar fram.

20.Fundargerðir verkfunda Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur.

810039

Fundargerð 12. verkfundar Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur frá 30.9.2008 liggur fyrir.

Lögð fram.

21.Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands árið 2008

810036

Fundargerðir 25. og 26. funda Menningarráðs Vesturlands frá 17.9. og 1.10.2008 liggja fyrir.


Lagðar fram.

22.Flóahverfi - gatnagerð og lagnir.

810068

Bréf sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs, dags. 9.10.2008, varðandi opnun tilboða þann 26.sept. sl. í útboðsverkið ?Flóahverfi - gatnagerð og lagnir". Tvö tilboð bárust. Gengið hefur verið frá verksamningi við Fjölhönnun ehf.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

23.Beiðni Vignis G. Jónssonar hf., dags. 9.10.2008, um stækkun lóðar á horni Esjubrautar og Þjóðbrautar

810069

Bréf byggingarfulltrúa, dags. 9.10.2008, vegna erindis Vignis G. Jónssonar hf. um stækkun lóðarinnar á horni Esjubrautar og Þjóðbrautar.
Bæjarráð staðfestir beiðni fyrirtækisins.

24.Útboð - ný sundlaug

810070

Bæjarráð samþykkir að fresta tímabundið útboði á nýrri sundlaug að Jaðarsbökkum. Er það gert vegna stöðu á fjármálamarkaði. Sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs er falið að afturkalla útboðsgögn.


Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00