Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

154. fundur 04. febrúar 2008 kl. 18:00 - 19:30

  154. fundur atvinnumálanefndar var haldinn mánudaginn 4. febrúar 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

 


 

Mættir voru:                  Ásgeir Hlinason formaður

                                    Björn Guðmundsson

                                    Haraldur Helgason

                                    Þórður Þ. Þórðarson.

                                    Dagný Jónsdóttir

 

Auk þeirra sat fundinn Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1.    Viðræður við forstöðumann svæðisvinnumiðlunar Gunnar Richardsson.   Rætt um stöðu atvinnuleysis á Akranesi og hvað Svæðisvinnumiðlun er að gera varðandi aðstoð við atvinnulaust fólk.  Í upplýsingum Gunnars kom fram að atvinnuleysi þann 31/1 s.l. voru samtals 37 einstaklingar á skrá, sömu tölur á árinu 2007 voru 42, 2006 voru 46 og á árinu 2005 voru 119 skráðir atvinnulausir.  Fyrir liggur að Svæðisvinnumiðlun mun vera í samstarfi við HB Granda hf, Verkalýðsfélag Akraness, Símenntunarmiðstöð Vesturlands og aðra hagsmunaaðila til að standa fyrir aðstoð við þá starfsmenn HB Granda hf sem sagt verður upp.

 

2.   Viðræður við formann Verkalýðsfélag Akraness, Vilhjálm Birgisson.  Vilhjálmur upplýsti um stöðu mála gagnvart uppsögnum starfsfólks HB Granda hf og þeim aðgerðum sem gripið verður til í framhaldi málsins af hálfu VLFA til aðstoðar viðkomandi einstaklingum.  Einnig rætt um horfur á atvinnuframboði á næstunni í sveitarfélaginu og á Grundartangasvæðinu.   

 

3.   Námskeiðsmál.

Bæjarritari upplýsti um vinnu á vegum atvinnuráðgjafar SSV um skoðanakönnun á meðal fyrirtækja á Akranesi, m.a. varðandi námskeiðsmál.

 

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:30.

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00