Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

153. fundur 26. janúar 2008 kl. 13:00 - 13:50

 

153. fundur atvinnumálanefndar var haldinn laugardaginn 26. janúar 2008 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 13:00.

______________________________________________________

 

Mættir voru:                 Ásgeir Hlinason formaður

                                    Björn Guðmundsson

                                    Haraldur Helgason

                                    Þórður Þ. Þórðarson.

Varamaður:                 Inga Ósk Jónsdóttir.

 

 

Auk þeirra sat fundinn Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________

 

Fyrir tekið:

 

 

1.   Málefni HB Granda hf á Akranesi.

Rætt um uppsagnir alls starfsfólks í fiskvinnslu HB Granda hf. á Akranesi.

Atvinnumálanefnd tekur undir samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 22. janúar s.l. og krefst þess að stjórn HB Granda hf. hætti nú þegar við fyrirhugaðar uppsagnir og samdrátt í starfsemi fyrirtækisins á Akranesi.  Nær væri að auka starfsemina á Akranesi og lítur Atvinnumálanefnd svo á að þessi ákvörðun stjórnarinnar sé ekki til þess fallin að tryggja hag fyrirtækisins til lengri tíma litið.

 

2.   Önnur mál.

Bæjarritari upplýsti um viðræður við sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar um möguleika á aðild sveitarfélagsins Hvalfjarðarsveitar að akstri strætisvagns á milli Akraness og Reykjavíkur.   

Bæjarritara falið að vinna áfram að málinu.

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00