Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

95. fundur 15. janúar 2002 kl. 18:00 - 19:25

95. fundur atvinnumálanefndar var haldinn þriðjudaginn 15. janúar 2002
í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18, og hófst hann kl. 18:00.

Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
 Þórður Þ. Þórðarson,
 Ástríður Andrésdóttir,
Varamaður: Sævar Haukdal.

Auk þeirra Magnús Magnússon, markaðsfulltrúi og Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.

Fyrir tekið:

1. Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar að Görðum.
Markaðsfulltrúi falið að vinna áfram að málinu. 

2. Markaðsráð Akraness.
Markaðsfulltrúi kynnti nýstofnað Markaðsráð Akraness sem hagsmunaaðilar á Akranesi hafa stofnað.  Atvinnumálanefnd fagnar stofnun ráðsins og felur markaðsfulltrúa að starfa með ráðinu.  Ákvörðun um hversu mikil aðkoma markaðsfulltrúa að starfi samtakanna verður ákveðin á síðari stigum.

3. Skaginn skorar.  Áframhald útgáfumála.
Markaðsfulltrúa falið að vinna að útgáfu nýs auglýsingablaðs með sambærilegum hætti og nefndin gaf út á síðasta ári.  Stefnt verði að því að blaðið komi út í byrjun mars.

4. Styrkumsókn frá Impru vegna Brautargengis 2002.
Lögð fram.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:25.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00