Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

89. fundur 24. september 2001 kl. 18:00 - 18:45

89. fundur atvinnumálanefndar var haldinn  mánudaginn
24. september 2001 í fundarsal bæjarskrifstofu og hófst hann kl. 18:00.


Mættir voru: Guðni Tryggvason, formaður,
 Þórður Þ. Þórðarson,
 Ástríður Andrésdóttir.

Auk þeirra Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð, og Rakel Óskarsdóttir, markaðsfulltrúi.

Fyrir tekið:

1. Málþing atvinnumálanefndar.
Formaður og markaðsfulltrúi gerðu grein fyrir undirbúningi málþingsins, en fyrirhugað er að það verði haldið þann 25. október n.k.
Lögð fram drög að samningi við Athygli ehf. um útgáfu kynningarblaðs fyrir Akranes sem gefið verður út í tengslum við málþingið.
Atvinnumálanefnd samþykkir samninginn við Athygli ehf. fyrir sitt leyti. 

2. Starf markaðsfulltrúa.
Formaður og bæjarritari gerðu grein fyrir fyrirkomulagi starfa markaðsfulltrúa næstu mánuðina í fjarveru núverandi starfsmanns.

Formanni og bæjarritara falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.

3. Önnur mál.
Reglur um nefndarlaun lagðar fram.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

 

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00