Fara í efni  

Fréttasafn

Starf matráðs í mötuneyti Grundaskóla er laust til umsóknar

Matráður óskast til starfa í 100% starf við Grundaskóla á Akranesi frá 15. ágúst 2018. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eða Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness.
Lesa meira

Starf deildarstjóra frístundar í Grundaskóla er laust til umsóknar

Starfshlutfall deildarstjóra er 100% og er gert ráð fyrir að starfmaður verði ráðinn til starfa frá byrjun ágúst n.k. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um fjárveitingar til tvöföldunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes

Á 1276. fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. júní 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Bæjarstjórn Akraness hefur undanfarin ár margsinnis vakið athygli samgönguyfirvalda á brýnni nauðsyn þess að auknum fjármunum verði varið til endurbóta á Vesturlandsvegi um Kjalarnes til að auka umferðaröryggi og greiða för.
Lesa meira

Ályktun bæjarstjórnar Akraness um Sundabraut í kjölfar birtingar málefnasamnings nýs meirihlutar í Reykjavík

Á 1276. fundi bæjarstjórnar Akraness þann 12. júní 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt: Í málefnasamningi Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem saman mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur kemur fram að nýr meirihluti spanni breitt pólitískt litróf með fjölbreytta sýn...
Lesa meira

Kynningarmyndbönd um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar

Gerð hafa verið fjögur kynningarmyndbönd um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018. Er hér um að ræða nýung í upplýsingastreymi til bæjarbúa undir heitinu „Í hvað fara krónurnar okkar?“ Myndböndin veita upplýsingar um einstaka málaflokka innan stjórnsýslunnar,
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 12. júní

1276. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 12. júní kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0. Vakin er athygli á þvi að bæjarmálafundir allra flokkanna falla niður þessa vikuna.
Lesa meira

Norðurálsmótið 2018

Nú er Norðurálsmótið að bresta á, margir komnir á Skagann og mikið líf hér í bæ. Fjöldi liða víðs vegar af landinu er komið hér saman til þess eins að keppa í fótbolta og njóta okkar gestrisnar. Skrúðgangan hefur sinn fasta sess í dagskrá mótsins og leggja mótsgestir af stað frá bílaplaninu við bæjarskrifstofuna að Stillholti 16-18 kl. 10:45 í átt að..
Lesa meira

Ærslabelgur kominn upp við Akraneshöll

Nýr ærslabelgur er kominn upp hjá Langasandi, beint fyrir aftan Akraneshöll. Belgurinn var vígður formlega í gær þann 6. júní og er hann ætlaður fólki á öllum aldri sem hefur áhuga á að hoppa og leika sér. Það var bæjarráð Akraneskaupstaðar sem samþykkti kaupin á belgnum á fundi sínum þann 26. mars síðastliðinn.
Lesa meira

Sigríður Ása leikskólakennari í hópi framúrskarandi kennara á Íslandi

Sigríður Ása Bjarnadóttir, leikskólakennari í leikskólanum Teigaseli á Akranesi fékk í dag viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf. Sigríður Ása var ein af fimm kennurum á landinu sem fékk slíka viðurkenningu.
Lesa meira

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ á Akranesi

Hið árlega kvennahlaup Sjóvá og ÍSÍ verður haldið á Akranesi laugardaginn 2. júní. Hlaupið er frá Akratorgi kl. 11:00 eftir upphitun Steindóru Steinsdóttur sem hefst kl. 10:45. Vegalengdir sem eru í boði eru 2 km og 5 km. Þátttökugjald er fyrir 12 ára og yngri samtals kr. 1000 og fyrir 13 ára og eldri samtals kr. 2000. Bolur fylgi þátttökugjaldi og er hægt að skrá sig á staðnum.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449