Fara í efni  

Fréttasafn

Jaðarsbakkalaug 30 ára í dag

Þann 16.júlí 1988 var Jaðarsbakkalaug formlega vígð og fagnar því 30 ára afmæli í dag.
Lesa meira

Nýr skólastjóri Tónlistarskóla Akraness ráðinn

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 12. júlí síðastliðinn að ráða Jónínu Ernu Arnardóttur í starf skólastjóra Tónlistarskóla Akraness að fenginni tillögu skóla- og frístundaráðs. Staðan var auglýst í byrjun júní og voru tíu umsækjendur sem sóttu um stöðuna, einn umsækjandi dró umsókn sína tilbaka í ráðningarferlinu.
Lesa meira

Hornsteinn Sementsverksmiðjunnar verður hluti af grunnsýningu Byggðasafnsins í Görðum

Sementsverksmiðjan fagnaði þann 14. júní síðastliðinn 60 ára afmæli verksmiðjunnar. Af gefnu tilefni afhenti Gunnar H. Sigurðsson framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra hornstein úr Sementsverksmiðjunni sem var bjargað úr ofnhúsinu rétt áður en niðurrif hófst.
Lesa meira

Samið við Þrótt ehf. um gangstéttagerð í Skógarhverfi I og II og gatnagerð við Ketilsflöt

Nýlega var gengið til samninga við Þrótt ehf. um gangstéttagerð í Skógarhverfi I og II. Framkvæmdin felst í að vélsteypa kantstein, steypa gangstéttir og malbika hjólastíg við Asparskóga, Akralund og Blómalund. Reiknað er með að verki verði lokið í ágúst 2018.
Lesa meira

Krúttlegasta ísbúð landsins

Vinkonurnar Stefanía Líf og Ásdís Hekla opnuðu föstudaginn 6. júlí síðastliðinn krúttlegustu ísbúð landsins á Víðigrund. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fékk þann heiður að opna ísbúðina og vera fyrsti viðskiptavinurinn. „Sem bæjarstjóri á Akranesi hef ég sett það í forgang að stuðla að atvinnuuppbyggingu á...
Lesa meira

Gabríel Ísak Rauðhærðasti Íslendingurinn 2018

Hinn 15 ára gamli Skagamaður, Gabríel Ísak Valgeirsson, var í dag valinn Rauðhærðasti Íslendingurinn 2018 en valið var kunngjört á Akratorgi þar sem fram fór fjölskylduskemmtun á Írskum dögum.
Lesa meira

Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við breytingar á reglugerð um veiðar á sæbjúgum

Á fundi bæjarráðs þann 28. júní síðastliðinn var lagt fram erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um breytingar á reglugerð um veiðar á sæbjúgum ásamt athugasemdum frá Eymar Einarssyni hjá Ebbi-útgerð ehf. um breytingarnar. Í athugasemdum Eymars kemur fram að breytingarnar fela meðal annars í...
Lesa meira

Sævar Freyr ráðinn áfram bæjarstjóri til fjögurra ára

Bæjarstjórn Akraness samþykkti einróma á fyrsta fundi sínum eftir kosningar áframhaldandi ráðningu við Sævar Frey Þráinsson um starf bæjarstjóra. Sævar hefur gengt embættinu frá því í mars 2017.
Lesa meira

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi á Sementsreit

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Akraness samþykkti þann 21. júní síðastliðinn að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sementsreits skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar felast í að fjarlægja (sements) strompinn.
Lesa meira

Dagskrá Írskra daga helgina 5.- 8. júlí

Írskir dagar verða haldnir hátíðlegir í 19 sinn dagana 5. - 8. júlí næstkomandi. Hátíðin hefur fest sig í sessi í gegnum árin og er einn af hápunktum sumarsins á Akranesi. Dagskráin lofar góðu og finna sér allir eitthvað eitthvað við hæfi.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00