Fara í efni  

Bæjarráð

3428. fundur 27. ágúst 2020 kl. 08:15 - 09:50 í Frístundamiðstöðinni Garðavelli
Nefndarmenn
 • Elsa Lára Arnardóttir formaður
 • Valgarður L. Jónsson varaformaður
 • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2020

2006135

Sex mánaða uppgjör lagt fram.

Þorgeir H. Jónsson fjármálastjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

2.Björgunarfélag Akraness - starfsemi, útköll og hjálparliðar

2006258

Endurskoðun samstarfssamnings.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Endurnýjun samningsins verður tekin upp og afgreidd í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021.

3.Samstarfssamningar sveitarfélaga - frumkvæðisathugun ráðuneytis

2008166

Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um frumkvæðisathugum ráðuneytis á samstarfssamningum sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins en gert er ráð fyrir að sveitarfélagið yfirfari tilgreinda samstarfssamninga og ljúki yfirferð sinni og skili til ráðuneytisins fyrir 15. nóvember næstkomandi.

4.Frumhvæðisathugun á stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum við íslensk stjórnvöld

2007137

Erindi Umboðsmanns Alþingis um framkvæðisathugum á stöðu einstaklinga sem ekki eru mæltir á íslensku í samskiptum við íslensk stjórnvöld.
Lagt fram.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir hvernig Akraneskaupstaður hyggst fyrir sitt leyti mæta tilmælum Umboðsmanns til stjórnvalda.

5.Covid 19 - Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga

2003191

Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfhæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvörðunartöku við stjórn sveitarfélaga hefur verið framlengd til 10. nóvember 2020. Auglýsing þess efnis birtist í B-deild Stjórnartíðinda þann 11. ágúst sl.
Lagt fram.

Málið verður til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.

6.Markaðsherferð fyrir Akraness

2006217

Tillaga bæjarstjóra um framkvæmd könnunar meðal verktaka sem eru í uppbyggingu eða að hefja uppbyggingu á Akranesi. Markmið er að kanna hvaða tímasetning hentar best fyrir markaðssetningu fyrir Akranes til þess að laða að nýja íbúa.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

7.Höfði - endurbætur á 2. hæð, umsókn í framkvæmdasjóður aldraðra 2019

1902255

ítarleg kostnaðargreining liggur nú fyrir frá hönnuði ásamt upplýsingum frá Framkvæmdasjóði aldraðra um málsmeðferð vegna styrkveitingar til verkefnisins.

Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar Höfða til umsagnar með hliðsjón af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 09:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00