Fara í efni  

Bæjarráð

3334. fundur 25. janúar 2018 kl. 08:15 - 12:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2018 - menningar- og safnanefnd

1801014

50. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 16. janúar 2018.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum Garðakaffis fyrir ánægjulegt og árangursríkt samstarf og óskar þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

Umsagnir Sambandsins um fyrirliggjandi frumvörp sem varða félagsþjónustu sveitarfélaga, m.a. þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram.

3.Baugalundur 2 - umsókn um byggingarlóð

1801259

Umsókn Kristvins Bjarnasonar um byggingarlóð við Baugalund 2. Umsóknargjald hefur verið greitt og er því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráðs samþykkir úthlutun byggingarlóðar við Baugalund 2 til umsækjanda.

4.Baugalundur 5 - Umsókn um byggingarlóð

1801175

Umsókn Karitasar Jónsdóttur um byggingarlóð við Baugalund 5. Umsóknargjald hefur verið greitt svo að umsókn er nú tæk til afgreiðslu.
Bæjarráðs samþykkir úthlutun byggingarlóðar við Baugalund 5 til umsækjanda.

5.Baugalundur 6 - Umsókn um byggingarlóð

1801099

Umsókn Birkis Arnar Arnarsson um byggingarlóð við Baugalund 6. Umsóknargjald hefur verið greitt og er því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráðs samþykkir úthlutun byggingarlóðar við Baugalund 6 til umsækjanda.

6.Þjónusta sveitarfélaga - Gallup könnun

1709112

Niðurstöður úr þjónustukönnun sveitarfélaga sem Gallup framkvæmir árlega.
Lagt fram.
Bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins sem verði kynnt ráðinu síðar.

7.Vinnustaðagreining Akraneskaupstaðar 2017

1801144

Niðurstaða úr vinnustaðagreiningu Akraneskaupstaðar sem framkvæmd var í nóvember 2017.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra góða kynningu og yfirferð um niðurstöðu vinnustaðagreiningarinnar. Bæjarráð er sammála bæjarstjóra um mikilvægi þess að starfsmenn fái ítarlega kynningu á niðurstöðum og óskar eftir upplýsingum á síðari stigum um framgang þeirrar vinnu.

8.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging

1711115

Afgreiðsla Hvalfjarðarsveitar:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að leggja til við Akraneskaupstað og Hestamannafélagið Dreyra á Akranesi og nágrenni, að skipuð verði nefnd sem í sitji 1 fulltrúi frá hvoru sveitarfélagi og 2 fulltrúar frá hestamannafélaginu Dreyra.
Bæjarráð fagnar áhuga Hvalfjarðarsveitar á að koma að uppbyggingu reiðhallar á félagssvæði Dreyra í Æðarodda og samþykkir að tilnefna fulltrúa í nefnd sem hefur það hlutverk að skoða mögulega uppbyggingu, eignarhald og rekstrarfyrirkomulag slíks mannvirkis.

Bæjarráð tilnefnir Einar Brandsson í nefndina sem verði að öðru leyti skipuð einum fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit og tveimur fulltrúum frá Dreyra og er gert ráð fyrir að nefndin skili af sér tillögum fyrir 15. apríl næstkomandi.

9.Vegir á Vesturlandi - ástand / tvöföldun vegar á Kjalarnesi

1801082

Fundarboð frá Íbúasamtökum Kjalarness í samvinnu við Hverfisráð Kjalarness um fund þar sem umfjöllunarefnið verður samgöngumál á Kjalarnesi. Fyrirhugað er að halda fundinn 22. febrúar næstkomandi kl. 17:30 á Kjalarnesi.
Bæjarráð þakkar Sigurði Inga Jóhannssyni ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála sem og öðrum fundarmönnum fyrir þátttöku á opnum fundi um samgöngumál á Vesturlandi sem haldin var í Tónbergi 24. janúar síðastliðinn.

Bæjarráð þakkar jafnframt fundarboð Íbúasamtaka Kjalarness og hvetur fulltrúa bæjarstjórnar Akraness til að fjölmenna á fundinn. Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að tilkynna um þátttöku á fundinn að höfðu samráði við bæjarfulltrúa.

10.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - endurskoðun

1801204

Erindi frá verkefnisstjórn sorpsamlaganna þar sem óskað er eftir samstarfi um endurskoðun svæðisáætlunarinnar. Verkefnisstjórnin óskar eftir því að sveitarstjórnir, bæjarstjórnir og borgarstjórn tilnefni fulltrúa sveitarstjórnar til samstarfsins.
Bæjarráð þakkar erindið og vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs.

11.Gamla Kaupfélagið - tækifærisleyfi 2018

1801234

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir Gamla Kaupfélagið þann 4. febrúar n.k.
Bæjarráðs samþykkir erindið.

12.40 ára afmæli Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis

1801266

40 ára afmæli Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis.
Bæjarráð þakkar gott boð og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að tilkynna þátttöku til framkvæmdastjóra Höfða í samráði við bæjarfulltrúa.

13.Keilufélag Akraness - rekstrarsamning 2018

1801090

Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarráð að gerður verður rekstrarsamningur við Keilufélag Akraness til eins árs og staðan endurskoðuð fyrir árið 2019 í samræmi við stefnumörkun keilufélagsins.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði rekstrarsamningur við Keilufélagið vegna ársins 2018 á sömu forsendum og fyrri rekstrarsamningur byggir á. Gert er ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun 2018.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins með tilliti til nauðsynlegrar endurskoðunar á samningnum vegna áframhaldandi samstarfs.

14.Dagforeldrar - verklagsreglur

1801092

Skóla og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar síðastliðinn tillögu að breytingum á verklagsreglum á niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breyttar verklagsreglur á niðurgreiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.

Breytingarnar fela ekki í sér útgjaldaaukningu umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2018 vegna málaflokksins 04200.

Bæjarráð vísar reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

15.Starfsemi leikskóla - sumarlokun 2018

1801143

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum þann 16. janúar síðastliðinn breytingar á sumarlokun leikskóla hjá Akraneskaupstaðar fyrir árið 2018. Hjálagt er minniblað frá skóla- og frístundasviði um helstu breytingar.

Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs.

Ráðstöfunin felur í sér aukningu um 1,64 stöðugildi hjá leikskólum Akraneskaupstaðar í heild vegna kjarasamningsbundinnar orlofstöku starfsmanna.

Kostnaði, um 10,5 mkr., verður mætt af liðnum 20830-4995.

Fundi slitið - kl. 12:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00