Fara í efni  

Bæjarráð

3312. fundur 26. maí 2017 kl. 08:15 - 11:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd

1701009

41. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 16. maí 2017.
Fundargerðin lögð fram.

2.Teigur, Háteigi 1 - rekstrarleyfi

1705082

Umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vesturlandi v. umsóknar Sigrúnar Traustadóttur á rekstrarleyfi vegna reksturs gististaðar í flokki II, minna gistiheimili, sem rekið er sem Teigur að Háteig 1 n.h. f.nr.210-2357, Akranesi. Fyrra leyfi umsækjanda vegna rekstrarins rann út 14. janúar s.l.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um jákvæðar umsagnir byggingarfulltrúa og slökkviliðsstjóra.

3.Lopapeysan, Írskir dagar 2017 - tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi 29. júní - 2. júlí

1705112

Erindi Ísólfs Haraldssonar f.h. Vina hallarinnar um að fá afnot af Sementsskemmu við höfnina fyrir Lopapeysuball á Írskum dögum.
Ingibjörg Pálmadóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir afnot Vina hallarinnar af mannvirkjum Akraneskaupstaðar við Sementsreitinn á Írskum dögum líkt og undanfarin ár og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins og sérstaklega verði hugað að öryggsimálum.

4.Styrkir til viðhalds fasteigna - 2017

1702037

Erindi skipulags- og umhverfisráðs um tillögu byggingarfulltrúa að úthlutun fasteignastyrkja á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- umhverfissviðs um úthlutun fasteignastyrkja á Akranesi fyrir árið 2017.

5.Kostnaður vegna frágangs skjala stofnanna - Héraðsskjalasafn

1704132

Óskað er eftir heimild til að bæta nýjum lið við gjaldskrá Héraðsskjalasafn Akraness.
Bæjarráð samþykkir erindið en telur mikilvægt að forstöðumönnum verði kynnt breytingin.

6.Umsókn um byggingarlóð - Baugalundur 6

1705131

Umsókn Engilberts Runólfssonar um byggingarlóð við Baugalund 6.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

7.Vesturgata 49 - umsókn um byggingarlóð

1705041

Umsókn Gísla Björns Rúnarssonar um byggingarlóð við Vesturgötu 49.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

8.Stillholt 21 - gatnagerðargjöld

1703186

Beiðni frá Skagatorg ehf. um stuttan viðbótarfrest vegna frestunar framkvæmda á lóðinni við Stillholt 21.
Bæjarráð samþykkir erindið en leggur áherslu á fyrirhuguð tímaáætlun standist með vísan til fyrirliggjandi samkomulags frá árinu 2009.

9.Listaverk á vegg Sementsverksmiðjunnar

1705104

Afgreiðsla menningar- og safnanefndar um ósk listamanns að mála vegg Sementsverksmiðjunnar.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni menningar- og safnamála úrvinnslu málsins. Enginn kostnaður fellur á Akraneskaupstað vegna málsins.

10.Landsleikur í körfubolta á Akranesi

1705149

Erindi KKÍ um landsleik í körfubolta á Akranesi laugardaginn 29. júlí næstkomandi í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.
Kostnaði vegna framkvæmda sem ráðast þarf í vegna viðburðarins, samtals að fjáhæð kr. 1.440.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

11.Gisting erlendra ferðamanna á bílastæðum og opnum svæðum - áskorun

1705129

Áskorun til bæjaryfirvalda á Akranesi.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.
Fylgiskjöl:

12.Gullaldarlið ÍA - áskorun til bæjarstjórnar

1704074

Erindi Gunnars Sigurðssonar um gullaldarlið ÍA.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur forstöðumanni menningar- og safnamála frekari úrvinnslu málsins í samvinnu við KFÍA.

13.Skógræktarfélag Akraness - styrkir og land til skógræktar

1701156

Erindi Skógræktarfélagsins á Akranesi.
Bæjarráð þakkar erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

14.Heiðursborgarar - reglur

1705178

Drög að reglum Akraneskaupstaðar um heiðursborgara.
Bæjarráð samþykkir reglur um val og útnefningu heiðursborgara Akraneskaupstaðar og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykktar.

15.Viðauki við fjárhagsáætlun 2017

1702004

Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2017.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 1 og vísar honum til samþykktar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 11:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00