Áskorun
Málsnúmer1705129
MálsaðiliBjarnheiður Hallsdóttir
Tengiliður
Sent tilGuðný J. Ólafsdóttir
SendandiAkranes Email
CC
Sent17.05.2017
Viðhengi

 

 

From: Bjarnheiður Hallsdóttir [mailto:heida@katla-dmi.is]
Sent: 17. maí 2017 12:05
To: Akranes Email
Subject: Ã
skorun

 


Góðan daginn

 

Ég setti þetta innleg inn á facebooksíðuna góðu "Ég er íbúi á Akranesi" í morgun. Mér var bent á að senda það á þetta netfang, til að koma áskorun minni í réttan farveg.

 

Með bestu kveðjum

 

Heiða

 

 

-- Gisting erlendra ferðamanna á bílastæðum og opnum svæðum í byggð er orðin algeng sjón á Íslandi. Þessi bíll stóð í fyrrinótt á bílastæðinu við Bíóhöllina. Að sögn sjónarvotta gistu þarna 6 manns, sem notuðu síðan fjöruna fyrir neðan sem salerni. Gestir sem kjósa þennan gistimáta velja sér gjarnan staði með "milljón dollara útsýni", en vilja ekki greiða neitt fyrir gistingu. Þetta háttalag ferðamanna er oftast ekki vel séð af íbúum og er það mjög eðlilegt, þar sem oftast eru tjaldstæði og aðrir gistimöguleikar í boði. Miðað við ástandið í ferðaþjónustu á Íslandi t.d. hvað varðar fjölda ferðamanna og vegna sterks gengis krónunnar, þá má búast við að svona lagað eigi bara eftir að aukast. Hér þarf bæjarfélagið að skerast í leikinn og setja reglur um það hvar þetta má og hvar ekki. Auðveldast væri að setja upp bannskilti á vinsælum náttstöðum, þar sem einnig væri bent á tjaldstæðið við Kalmansvík. Ef ekkert verður aðhafst, þá mun þetta háttalag valda núningi á milli ferðamanna og íbúa og það viljum við auðvitað ekki, þar sem framtíðaruppbygging ferðaþjónustu í bænum er í húfi. Ég skora því á bæjaryfirvöld að taka af skarið!

 

Bjarnheiður Hallsdóttir

Dipl.Betriebswirtin

Framkvæmdastjóri

 

 

Katla DMI ehf. & Viator Summerhouses GmbH

Grensásvegi 5

108 Reykjavík

ISLAND