Fara í efni  

Bæjarráð

3282. fundur 26. maí 2016 kl. 16:30 - 21:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rakel Óskarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1602030

135. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 9. maí 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

1601444

675. mál um lög um grunnskóla.
Lagt fram.

3.Ferðamál á Akranesi

1506116

Fulltrúar gisti- og veitingastaða koma á fund bæjarráðs að ræða um ferðaþjónustu á Akranesi.
Bæjarráð þakkar gestunum kærlega fyrir komuna og uppbyggilegar umræður um ferðaþjónustu á Akranesi.

4.Höfði - fjárhagsáætlun 2016

1511182

Yfirlit yfir stöðu launa og lífeyrisskuldbindingar Höfða, hjúkrunar og dvalarheimilis á Akranesi.
Kjartan Kjartansson forstöðumaður Höfða og Kristjána Ólafsdóttir formaður stjórnar Höfða taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar stjórnendum Höfða fyrir gagnlegar upplýsingar og umræður.
Það er ljóst að ekki verður lengur við það búið að reka hjúkrunarheimili með þeim tekjumstofnum sem heimilunum eru ákvörðuð af ríkinu né geta þau staðið undir þeim lífeyrisskuldbindingum sem hjúkrunarheimili með sveitarfélagaábyrgð búa við.

5.Krókalón - fyrirspurn vegna bóta

1410218

Bæjarráð vísaði á fundi sínum þann 12. maí afgreiðslu á erindi Lögmanna Laugardals á næsta fund bæjarráðs þann 26. maí.
Ívar Pálsson hrl. tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð vísar til fyrri ákvörðunar í máinu sbr. fund bæjarráðs frá 10. mars síðastliðnum og felur bæjarstjóra að árétta það með formlegu svari til Lögmanna Laugardal.

6.Mánaðar- og árshlutauppgjör 2016

1601415

Þriggja mánaða uppgjör Akraneskaupstaðar frá 1. janúar til 31. mars lagt fram.
Lagt fram.

7.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

1605142

Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um hækkun á áætluðum staðgreiðslutekjum um kr. 84.258.653 og ráðstöfun þeirra til að mæta auknum launaúgjöldum vegna kjarasamninga.

Bæjarráð samþykkir viðauka númer 1 vegna ársins 2016 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

8.Tjaldsvæði Akraness 2016

1604198

Beiðni um fjárfestingu í nýjum leiktækjum fyrir Tjaldsvæðið í Kalmansvík.
Bæjarráð samþykkir kaup á nýjum leiktækjum fyrir tjaldsvæði Akraneskaupstaðar í Kalmansvík.
Fjárhæðin, samtals kr. 2.000.000 telst fjárfesting.

9.Mannauðsstefna Akraneskaupstaðar

1403167

Óskað er eftir samþykkti bæjarráðs á Mannauðsstefnu Akraneskaupstaðar ásamt breytingartillögum.
Bæjarráð samþykkir Mannauðsstefnu Akraneskaupstaðar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa innleiðingaráætlun fyrir stefnuna og leggja fyrir bæjarráð.

10.Sementsreitur - framtíðaruppbygging

1603149

Leigusamningur Akraneskaupstaðar og Sementsverksmiðjunar.
Bæjarráð telur mikilvægt að undirbúningur vegna uppbyggingar á Sementsreitnum geti hafist sem fyrst og felur bæjarstjóra að segja upp hluta leigusamnings dags. 27. desember 2013, milli Akraneskaupstaðar og Sementsverksmiðjunnar ehf. vegna Faxabrautar 11A. Nánar tiltekið er um að ræða rými I, II, III og V samkvæmt samningnum.

11.Samningur við KFÍA vegna auglýsingaskiltis á Akranesvelli

1605149

Beiðni KFÍA um samning til þriggja ára vegna auglýsingaskiltis Akraneskaupstaðar á Akranesvelli.
Bæjarráð samþykkir beiðni KFÍA og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi þar að lútandi.
Fjárhæðinni, samtals kr. 500.000, verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

12.Samstarf vegna vinabæjarmóts á Akranesi 2017

1603152

Samstarf Akraneskaupstaðar og Norræna félagsins á Akranesi vegna vinabæjarmóts árið 2017.
Bæjarráð tekur vel í erindið en setur fyrirvara við fyrirhugaða dagsetningu vinarbæjarmótsins vegna Norðurálsmótsins 2017.

13.Garðabraut 1 - húseign K.F.U.M. og K

1605125

Erindi KFUM og K á Akranesi þar sem óskað er eftir að fasteignagjöld sem eru komin í innheimtu og þau sem eiga eftir að koma til gjalddaga verði fryst án vaxta þar til eignin á Garðabraut 1 selst. Hins vegar er óskað eftir að Akraneskaupstaður kaupi fasteignina að Garðabraut 1 til ráðstöfunar í framtíðarskipulagi.
Bæjarráð hafnar kaupum á fasteigninni að Garðabraut en felur bæjarstjóra úrvinnslu varðandi lögveðsgjöld KFUM og K í samræmi við umræður á fundinum.

14.Álmskógar 2-4 - umsókn um byggingarlóð

1605131

Umsókn Grenja ehf. um byggingarlóð við Álmskóga 2-4.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðar við Álmskóga 2-4 til Grenja ehf.

15.SSV - vinnuhópur um málefni fatlaðra

1605148

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óska eftir fulltrúa frá Akraneskaupstað í vinnuhóp um Málefni fatlaðra á Vesturlandi.
Bæjarráð tilnefnir Jón Hróa Finnsson sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasvið í vinnuhópinn.

16.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Tilkynning um úrskurð

1603113

Erindi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands þar sem m.a. er vakin athygli á nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna álagðra sorpgjalda á Akranesi. Óskað er eftir að sveitarstjórnir sendi heilbrigðisnefnd breytingar á gjaldskrám eða samþykktum með góðum fyrirvara.
Lagt fram.

17.Garðakaffi, Byggðasafninu í Görðum - rekstrarleyfi

1605126

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar Garðakaffi. um rekstrarleyfi flokki II, kaffihús, sem reka á að Görðum, Akranesi.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

18.Domino's Smiðjuvöllum 32 - rekstrarleyfi

1605147

Erindi sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar Akraneskaupstaðar vegna umsóknar Domino´s. um rekstrarleyfi í flokki I, veisluþjónusta og veitingaverslun, sem rekið er að Smiðjuvöllum 32, Akranesi.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

19.Faxaflóahafnir - útblástur skipa og landtengingar

1605107

Minnisblað hafnarstjóra Faxaflóahafna um útblástur skipa og landtengingar, dags. 27. apríl 2016.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 21:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00