Fara í efni  

Bæjarráð

3255. fundur 18. júní 2015 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Knattspyrnufélag ÍA - styrkir 2015

1506082

Erindi framkvæmdastjóra KFÍA um styrk vegna umsjónar með trommusveitinni á heimaleikjum ÍA í Pepsi deild karla.
Bæjarráð samþykkir erindið kr. 165.000. Upphæðin verði tekin af liðnum 20830-4995, óviss útgjöld.

2.Lóðir á Breið

1411168

Viðræður hafa farið fram við Björgunarfélag Akraness og Slysavarnadeildina Líf um kaup á lóðum þeirra á Breið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.

3.FIMA - húsnæðismál

1310193

Beiðni Fimleikafélags Akraness um afnot af Dalbraut 6 til 1. janúar 2016.
Sigrún Inga Guðnadóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindið í góðri samvinnu við FEBAN.

4.100 ára kosningaréttur kvenna

1408142

Tillaga bæjarstjóra um dagskrá vegna 19. júní ásamt kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra. Upphæðin kr. 600.000 verði tekin af lið 20830-4995, óviss útgjöld.

5.Reglur um barna- og unglingastarf / tómstundir á Akranesi 2008

1504111

Erindi skóla- og frístundaráð þar sem lagt er til við bæjarráð að viðmiðunarreglurnar vegna styrkja til tómstunda- og íþróttafélaga á Akranesi verði endurskoðaðar haustið 2015.
Sjóðurinn er ætlaður tómstunda- og íþróttafélögum sem eru með virka iðkendur/þátttakendur á aldrinum 3-18 ára og eru veittir árlega styrkir með það að markmiðið að halda uppi öflugu félags-, tómstunda- og íþróttastarfi fyrir börn og ungmenni á þessum aldri. Þær viðmiðunarreglur sem eru í gildi og tekið er mið af við úthlutun styrkja eru frá árinu 2008.
Bæjarráð þakkar fyrir ábendinguna og felur skóla- og frístundasviði að undirbúa drög að nýjum úthlutunarreglum fyrir sjóðinn sem verði lagðar fyrir skóla- og frístundaráð til samþykktar.

6.Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga 2015

1504134

Tillaga skóla- og frístundaráðs til bæjarráðs um afgreiðslu styrkja samtals kr. 10.900.000.
Sigrún Inga Guðnadóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu ráðsins. Úthlutun fyrir árið 2015 til íþrótta- og tómstundafélaga er eftirfarandi:

Badmintonfélag Akraness kr. 508.042
Björgunarfélag Akraness kr. 614.842
Fimleikafélag Akraness kr. 1.777.885
Golfklúbburinn Leynir kr. 554.521
Hestamannafélagið Dreyri kr. 193.547
Hnefaleikafélag Akraness kr. 354.213
Karatefélag Akraness kr. 251.939
Keilufélag Akraness kr. 221.297
Knattspyrnufélag ÍA kr. 3.629.484
Körfuknattleiksfélag Akraness kr. 462.974
Skátafélag Akraness kr. 400.754
Sundfélag Akraness kr. 1.647.455
Vélhjólaíþróttafélag Akraness kr. 283.046

7.Írskir dagar - reglur á tjaldsvæði í Kalmansvík

1506104

Reglur fyrir tjaldsvæði á meðan fjölskylduhátíðin Írskir dagar stendur yfir ár hvert, lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

8.Írskir dagar 2015 - stöðugjald vegna söluvagna

1506105

Reglur fyrir stöðuleyfi söluvagna á Írskum dögum.
Bæjarráð samþykkir reglurnar.

9.Ráðningar í leikskólum Akraneskaupstaðar

1504147

Á fundi bæjarráðs þann 21. maí sl. var bæjarstjóra falið að skoða betur erindi fulltrúa í stjórn 3. deildar félags leikskólakennara og trúnaðarmönnum úr leikskólum Akraneskaupstaðar um ráðningar í leikskóla Akraneskaupstaðar. Fyrir liggur minnisblað fjármálastjóra um þau rekstrarlegu áhrif ef breyting verður á reglum um 75% takmörkun á ráðningum fagfólks í leikskólum bæjarins.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að undirbúa sameiginlegan fund með skóla- og frístundaráði vegna fjárhagsáætlunarvinnu vegna ársins 2016 þar sem tillagan verði skoðuð nánar.

10.Byggðasafnið í Görðum - skipulagsskrá.

1310065

Drög að endurnýjun skipulagsskrá fyrir Byggðasafnið í Görðum lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir nýja skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum en vekur athygli á að starfsemi safnsins er í heildarendurskoðun.

11.Írskir dagar 2015

1411125

Svar Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Vesturlandi við bréfi Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra lagt fram til kynningar. Í bréfi bæjarstjóra er formlega farið á leit við lögregluna á Vesturlandi að hugað verði að fyrirkomulagi löggæslu í tengslum við fjölskylduhátíðina Írskir dagar sem haldin verður á Akranesi helgina 2. -5. júlí án sérstakar gjaldtöku.
Bæjarráð þakkar fyrir skjót viðbrögð við erindi Akraneskaupstaðar og fagnar ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi um að krefja Akraneskaupstað ekki um sérstaka greiðslu á meðan hátíðarhöldin standa yfir.

12.Stillholt 21 - lóðamál

1406169

Samkomulag Akraneskaupstaðar og Skagatorgs ehf. um frestun framkvæmda við byggingu fjölbýlishúss að Stillholti 21.
Bæjarráð samþykkir frestun framkvæmda til 1. júní 2017.

13.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Drög að verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir verk- og tímaáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2016.

14.Fundargerðir 2015 - menningar- og safnanefnd

1501212

Fundargerðir menningar- og safnanefndar nr. 14 frá 14. maí og nr. 15 frá 28. maí
Lagðar fram til kynningar.

15.Skógræktarfélag Íslands - gróðursetning í tilefni afmælis Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta

1506042

Hvatning Sambands íslenskra sveitarfélaga til allra sveitarfélaga til að standa sameiginlega með skógræktarfélögum landsins að gróðursetningu trjáplantna laugardaginn 27. júní n.k. til heiðurs Vigdísar Finnbogadóttur í tilefni að 35 ár eru liðin frá því að hún var kjörin í embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum sem þjóðkjörinn forseti.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og undirbúningur er þegar hafinn hjá garðyrkjustjóra Akraneskaupstaðar.

16.Lopapeysan 2015 - leiga á skemmu og beiðni um lengri opnunartíma

1505155

Erindi Vina hallarinnar efh. um leigu á gulu skemmunni og beiðni um lengri opnunartíma vegna Lopapeysunnar 2015.
Bæjarráð samþykkir lengri opnunartíma til kl. 04:00 aðfararnótt sunnudagsins 5. júlí n.k. Ennfremur samþykkir bæjarráð að veita Vinum Hallarinnar afnot af gulu skemmunni við Faxabraut 10 dagana 26. júní til 4. júlí. Bæjarstjóra er falið að ganga frá málinu.

17.Viðauki við fjárhagsáætlun 2015

1505141

Viðauki II við fjárhagsáætlun 2015 lagður fram til samþykktar.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri fer yfir viðaukann.
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir greinargóða yfirferð.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

18.Laugafiskur - lyktarmengun

1206151

Erindi íbúa vegna fyrirhugaðrar stækkunar Laugafisks lögð fram. Um er að ræða undirskriftarlista frá 28. maí síðastliðnum og erindi frá íbúum á Vesturgötu 40.
Bæjarráð þakkar íbúum fyrir erindið og ábendingarnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman lista vegna kvartana sem borist hafa á árinu 2015.

19.Brunabótafélag - aðalfundarboð fulltrúaráðs

1506094

Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands verður haldinn 23. september 2015.
Lagt fram til kynningar.

20.Gamla Kaupfélagið - endurnýjun á veitingaleyfi

1506076

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn um beiðni GK veitinga efh. um endurnýjun rekstrarleyfis veitingastaðar í flokki III, veitingahús, skemmtistaður að Kirkjubraut 11.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

21.Akranes Guesthouse Vogabraut 4 - rekstrarleyfi

1506033

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn um beiðni Skagaverks efh. um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, gistiheimili, sem reka á að Vogabraut 4.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

22.Garðakaffi - rekstrarleyfi

1506002

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn um beiðni Hofs Apartments ehf. um rekstrarleyfi veitingastaðar í flokki II, kaffihús, að Safnasvæðinu Görðum.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

23.Mat á umhverfisáhrifum - C flokkur

1506026

Erindi Skipulagsstofnunar um ákvæði laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna og vísar málinu til skoðunar hjá skipulags- og umhverfisráði.

24.Samgönguáætlun 2015 - 2018

1410077

Umsögn Akraneskaupstaðar um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018.
Lögð fram til kynningar.

25.Fundargerðir 2015 - SSV

1501217

Fundargerðir stjórnar SSV nr. 115 frá 11. mars og nr. 116. frá 4. maí.
Lagðar fram til kynningar.

26.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga

1501219

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 828 frá 29. maí.
Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00