Yoga nidra með YogAndi

Viðburðir á Vökudögum 2025 á vegum YogAndi.
23. október. fimmtud. kl. 18.30- 19.30 Yin yoga með YogAndi á Garðabraut 2a, Sjúkraþjálfun Vesturlands. Frítt- skráning nauðsynleg á netfangið hjayogandi@gmail.com, takmarkað pláss í boði.
Yin Yoga er róleg og djúp tegund jóga þar sem stöður eru haldnar í lengri tíma, oft 3–5 mínútur eða lengur. Áherslan er á að teygja bandvef, liðamót og liðbönd, en um leið að róa taugakerfið og efla núvitund. Yin Yoga hentar vel til að skapa jafnvægi milli hraðari og krefjandi æfingar, dýpka slökun og auka sveigjanleika bæði í líkama og huga.
24. október. föstud. kl. 17.00- 18.00 Yoga nidra með YogAndi á Garðabraut 2a, Sjúkraþjálfun Vesturlands. Frítt- skráning nauðsynleg á netfangið hjayogandi@gmail.com, takmarkað pláss.
Yoga Nidra er djúp slökunaraðferð oft kölluð jógískur svefn. Í Nidra er einstaklingurinn leiddur í gegnum kerfisbundið ferðalag þar sem líkami og hugur fá að slaka algjörlega á, á meðan vitundin helst vakandi. Þetta getur hjálpað til við að minnka streitu, bæta svefn, auka einbeitingu og gefa djúpa hvíld sem jafnast á við langa svefnstund.
27. október. mánud. kl. 16.30 - 17.30 Yogaflæði með YogAndi í FEBAN salnum Dalbraut 4. Frítt- gott að skrá sig á netfangið hjayogandi@gmail.com. Gott pláss fyrir öll - gott að taka með sér sína eigin yogadýnu og teppi. Verðum með eitthvað af dýnum á staðnum líka.
Rólegt yogaflæði og núvitund.
28. október. þriðjud. kl. 19.35 - 20.35 Yoga nidra með YogAndi á Garðabraut 2a, Sjúkraþjálfun Vesturlands. Frítt- skráning nauðsynleg á netfangið hjayogandi@gmail.com, takmarkað pláss.
29. október. miðvikud. kl. 6.40 - 7.40 Yin yoga með YogAndi á Garðabraut 2a, Sjúkraþjálfun Vesturlands. Frítt- skráning nauðsynleg á netfangið hjayogandi@gmail.com, takmarkað pláss.
29. október. miðvikud. kl. 16.30-17.15 Skapandi hugleiðsla með YogAndi - Stóra skemman úti á Breið. Sama húsnæði og samsýning Listfélags Akraness er - Takið með ykkur púða, dýnu eða stól til þess að sitja á. Einnig er gott að hafa teppi utan um sig eða vera í hlýrri peysu og hlýjum sokkum. Frítt fyrir öll.
30. október. fimmtud. kl. 18.30- 19.30 Yin yoga með YogAndi á Garðabraut 2a, Sjúkraþjálfun Vesturlands. Frítt- skráning nauðsynleg á netfangið hjayogandi@gmail.com, takmarkað pláss.
31. október. föstud. kl. 17.00- 18.00 Yoga nidra með YogAndi á Garðabraut 2a, Sjúkraþjálfun Vesturlands. Frítt- skráning nauðsynleg á netfangið hjayogandi@gmail.com, takmarkað pláss.