Uppistandskvöld með Lolly Magg
Tónleikar og sýningar
Hvenær
21. nóvember kl. 20:00-21:00
Hvar
Báran brugghús
Verð
2.000
Uppistands kvöld og Jólabjór.
Hvað er betra en það í skammdeginu.
Uppistandskvöld með Lolly Magg
Komdu í notalega jólastemningu með Lolly Magg þegar hún stígur á svið með einstakt uppistand fullt af hreinskilnum sögum úr eigin lífi, vangaveltum um lífið og tilveruna – með góðum skammti af húmor og kaldhæðni.
Hvet alla skagamenn sem og aðra, sem hafa gott af smá gríni og glensi að mæta. - tala nú ekki um þegar að skammdegið herjar á mann.





