Fara í efni  

Sólmundarhöfði - Samtal menningar og náttúru

Formleg opnun sýningarinnar verður laugardaginn 30. október kl 14:00 

Fjórar listakonur frá Akranesi fengu árið 2020 styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að vinna að sýningunni „Sólmundarhöfði samtal lista, sögu og náttúru“. Þetta eru þær Borghildur Jósúadóttir, Bryndís Siemsen, Eygló Gunnarsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir. Tilgangurinn var að varpa ljósi á mikilvægi svæðisins með því að opna Árnahús ákveðna daga og vera með sýningu á mandölum úr náttúrulegum efnivið úr umhverfinu og textíl- og myndlistarverkum er myndu á einhvern hátt tengjast svæðinu. Vegna covid varð ekkert úr framkvæmdinni sl. sumar og nú er komið í ljós að ekki er hægt að hafa Árnahús opið. En þær láta ekki deigan síga og munu staðsetja áhugaverð verk sín utandyra við húsið. Miklar menningarminjar eru á svæðinu og mikill líffræðilegur fjölbreytileiki í plöntu og dýralífi. Það er von listakvennanna að sýningin vekji athygli á mikilvægi og sérstöðu svæðis sem lætur lítið yfir sér.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00