Sementspokinn - stolt Sementsverksmiðjunnar

Tónleikar og sýningar
Hvenær
28. júní - 31. júlí
Verð
Ókeypis
Yfirlitssýning um sögu Sementspokans, blaðsins sem Starfsmannafélag Sementsverksmiðjunnar gaf út í rúma fjóra áratugi. Árbók Akurnesinga 2018 kynnt við opnun.
Yfirlitssýning um sögu Sementspokans, blaðsins sem Starfsmannafélag Sementsverksmiðjunnar gaf út í rúma fjóra áratugi. Garðar H. Guðjónsson blaðamaður flytur erindi um útgáfusögu Sementspokans, en Garðar er höfundur samnefndar greinar sem birt er í Árbók Akurnesinga 2018. Árbókin 2018 kynnt við opnun sýningar. Léttar veitingar. Allir velkomnir. Gamlir starfsmenn Sementsverksmiðjunnar eru sérstaklega hvattir til að mæta.