Sæskrímslin - Götuleikhús-sýning
4. júní kl. 17:00
Fjölskylda og félagsstarf
Stærsti götuleikhúsviðburður landsins mætir á Akranes 4. júní!
Um er að ræða opnunaratriði Listahátíðarinnar í Reykjavík. Sæskrímslin er götuleikhús-sýning Sirkúshópsins Hringleiks sem flakkar um landið.
Sæskrímslin hefja ferð sína í Reykjavík þann 1. júní og fara svo á Akranes, Ísafjörð, Húsavík og Neskaupsstað og allir þessir viðburðir eru hluti af Listahátíð.
Þetta er eitthvað sem ekkert okkar ætti að láta framhjá sér fara - Sýningin verður á Akraneshöfn - Nánari upplýsingar berast þegar nær dregur.
Þess má geta að tíu ungmenni Akraneskaupstaðar (15-18 ára) taka þátt í sýningunni og hefja þau æfingar bráðlega.
Hér má lesa upplýsingar um verkefnið.