Fara í efni  

Myndlistarsýning. Nætur-galin

Myndlistarsýningin Næturgalin er einkasýning Angelu Árnadóttur sem gengur undir listamanna nafninu Snæland. Angela er með MA. of Arts en útskrifaðist af myndlistabraut Fjölbrautarskólans í Breiðholti 2010 og tók meðfram því próf í klassiskum listdansi frá listdansskóla Íslands. Hún stundaði nám í málaralist í Akademy für Malerei Berlin árin 2016-2018. Angela hefur sýnt á samsýningum víða í Evrópu á árunum 2019-2021. Þetta er hennar fyrsta einkasýning hèrlendis. Myndirnar eru sveipaðar dulúð og bera í sèr mikla hreyfingu og styrk. Helsti innblástur verkana eru börn og líðandi stund. Hið sí hreyfanlega augnablik er fangað og ómar það í hringiðu sinni á striganum til eilífðar svo aldrei, aldrei, gleymist fegurð þess sem var og er og verður.

Myndlistarsýning í Akranesvita

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00