Fara í efni  

Litaskrímsli á Langasandi - Listasmiðja

Sandsmiðja á Langasandi með listakonunni og kennaranum Angelu Árnadóttur Snæland.

Áskorun smiðjunnar felst í því að skapa skrúðug litrík sandskrímsli á Langasandi.

Til þess verða notaðir náttúrulitir, skeljar og blóm. Sprengjum sumarið í gang með litaskrímslum sem skríða upp úr sjónum!

Öll fjölskyldan velkomin og að sjálfsögðu frítt á sandinn. 

PS. Við hvetjum ykkur til þess að nýta tækifærið og viðra flugdrekana ykkar!

PPS. Ef þú átt ekki flugdreka þá er flugdrekasmiðja á föstudeginum 24. maí. Sjá nánar hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu