Fara í efni  

Jólagleði í Garðalundi

Nú er tímabært að fara að hlakka til Jólagleðinnar í Garðalundi. Að þessu sinni verður hún með dálítið breyttu sniði út af Covid-19 en það kemur þó ekki í veg fyrir að bæði börn og fullorðnir geti átt töfrastundir í skógræktinni. Enginn stór viðburður verður haldinn í ár en þann 5. desember verður kveikt á Ljósunum hans Gutta og þá verður líka búið að setja upp ævintýraheim í skógræktinni sem allir geta vonandi notið. Við hvetjum fjölskyldur til að fara saman í Garðalund og búa til sína eigin jólaævintýraferð. Hægt er að stoppa á ýmsum stöðum eins og t.d. í Jókulundi og í bæli Jólakattanna og þar verður líka að finna QR-kóða sem vísa á sögur, kvæði og lög sem hægt er að hlusta á. QR-kóðar virka þannig að þú opnar myndavélina í símanum þínum, berð hann upp að kóðanum og þá opnast vafri með upplestrinum. Jólaævintýrið hefst 5. desember og líkur ekki fyrr en 6. janúar svo það ætti að vera auðvelt að finna dag fyrir jólaferð í Garðalund. Við mælum með því að fólk taki með sér nesti og svo er nauðsynlegt að hafa bæði vasaljós og síma með í för.  Hlökkum til að heyra af ferðum ykkur þegar þar að kemur.   

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00