Fara í efni  

Íþrótta- og hreyfivika á Akranesi

Íþrótta-og hreyfivika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.   

Heilsueflandi samfélag á Akranesi í samstarfi við ÍA ætlar að leggja sitt að mörkum og styðja við þá sem vilja gera íþróttir-, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl sýnilega þessa viku.

Margt er í boði og hvetjum við alla til að setja hreyfingu og heilsusamlegan lífstíl í forgang.  Brekkubæjarskóli tekur Brekkósprett og dansar í frímínútum og Grundaskóli leggur sérstaka áherslu á dans þessa daga. Bókasafn Akraness  í samstarfi við Kellingar býður upp á sögugöngu og í samstarfi við Ultrafom upp á fyrirlestur um heilsu.

Þá mun Hreyfistjórn vera með opna tíma. Hans og Gréta verða með afslátt á íþróttavörum. Þá verður FVA með glæsilega dagskrá

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00