Fara í efni  

Írskir dagar - dagskrá laugardags

Dagskráin er birt með þeim fyrirvara að vegna aðstæðna gæti þurft að gera breytingar eða í henni kunna að leynast villur. 
Dagskráin verður uppfærð á þessari síðu þegar breytingar munu koma upp.

08:00-13:00 Opna Guinness á Garðavelli
Texas scramble mót með glæsilegum vinningum.

10:00 Ratað um Akranes
Nýr snjallsímaratleikur um Akranes tekinn í gagnið. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að taka þátt, hjól eru tilvalinn ferðamáti en það má nýta það sem hentar hverjum og einum. Þátttökuverðlaun verða veitt við lokastopp frá kl. 10 á meðan birgðir endast. Hægt er að sækja Ratleikja Appið í Google play og App store.

11:00-12:00 Töfraskóli Einars Mikaels í  íþróttahúsinu Jaðarsbökkum
Einar Mikael töframaður hefur notið ómældra vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar.  Á síðustu 10 árum hefur Einar Mikael ferðast víða um heim með sýningar og töfraskólann.

11:00-12:00 Helgasund til minningar um Helga Hannesson
Sjóbaðsfélag Akraness stendur fyrir sjósundi frá Sementsbryggju að Langasandi. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu félagsins. Siglingafélagið Sigurfari verður með kajaka og seglbáta á floti og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

11:00-13:00 Sandkastalakeppni á Langasandi í boði Hans og Grétu
Verðlaun verða veitt í fjórum flokkum: Besti kastalinn, fallegasta listaverkið, yngsti keppandinn og fjölskyldan saman.

12:00-16:00 Gallerí Bjarni Þór Skólabraut 22
Sýningin „Rokkum feitt inn í Írska daga“.

12:00-17:00 Markaður við Akratorg
Söluaðilar skulu skrá þátttöku fyrirfram á irskirdagar@akranes.is 

12:00-17:00 Vatnaboltar og Lasertag við Suðurgötu 91-95

12:00-20:00 Karnival á Merkurtúni

13:00-14:00 Froðurennibraut við þyrlupall á Akranesvelli

13:00-16:00 Stúdíó Jóka Skagabraut 17, opnar vinnustofur

13:00-17:00 Andlitsmálun við Akratorg

13:00-17:00 Veltibílinn Stillholti 23
Gefur notendum kost á að finna hversu mikilvægt er að nota bílbelti, hvort sem það  er í framsæti eða aftursæti.

13:00-23:00 Popp up í portinu með DJ Marinó og Heiðmari ásamt fleirum! Gamla kaupfélagið

14:00-16:30 Líf og fjör í miðbænum
Meðal atriða á dagskrá eru: BMX Bros, Einar Mikael töframaður, Rauðhærðasti Íslendingurinn 2020,  Sirkus ananas og fleiri listamenn.

14:00-17:00 Basar hjá Rauða krossinum Skólabraut 25a
Prjónahópurinn hefur verið á fullu í allan vetur og því verður handavinnubasar. Lopapeysur, peysur, húfur, vettlingar og ýmislegt fleira.  Allur ágóði rennur til góðgerðarmála.

16:00-18:00 Hálandaleikarnir við Byggðasafnið í Görðum, Garðaholti 3
Hálandaleikar Hjalta Úrsus og annara heljarmanna.

17:00-21:00 Götubiti á hjólum
Matarvagnarnir Götubiti á hjólum mæta og verða staðsettir á bílastæðinu við Jaðarsbakka.

21:00 Brekkusöngur í streymi (vegna aðstæðna) 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00