RISA fjölskyldu Zumba

Fjölskylda og félagsstarf
Hvenær
26. maí kl. 15:00-15:40
Verð
Frítt
Fjölmennum í RISA zumbatíma í Bragganum Jaðarsbökkum sunnudaginn 26. maí. Sannkallað danspartý.
Helena Rúnarsdóttir íþróttakennari og badminton drottning ætlar að sjá til þess að við dönsum öll í takt.
Hvetjum fjölskyldur til að mæta í sínum litríkustu klæðum og hreyfa sig saman, hver veit nema við sláum íslandsmet í fjölda fólks í Zumba?
Hlökkum til að sjá ykkur.
Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.