Fara í efni  

Hvað er að gerast á Reykjanesi?

Akraneskaupstaður býður bæjarbúum og öðrum gestum að koma og hlýða á fræðsluerindi jarðfræðingsins Ara Trausta Guðmundssonar um jarðhræringar á Reykjanesinu í Tónbergi þann 19. febrúar 2024. 

Við hvetjum öll áhugasöm um eðli og þróun jarðhræringa á Reykjanesskaga til þess að mæta á fræðsluerindið en Ari hefur mikla þekkingu á þessu sviði.

Ari Trausti hefur skrifað fjölda bóka um náttúru Íslands, jarðfræði, eldfjallafræði, stjörnufræði, umhverfisvernd, ferðaslóðir og fjallamennsku, samtals hafa yfir 40 titlar komið út á íslensku, ensku, ítölsku og frönsku. Hann er einnig þekktur sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, m.a. fyrir margar heimildarmyndir og þáttaraðir sem hann hefur staðið að.

Við biðjum ykkur um að skrá komu ykkar á facebookviðburðinum með því að smella hér.

Ljósmynd á viðburði: RÚV – Sunna Karen Sigurþórsdóttir

 

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00