Fara í efni  

Hallbjörg Bjarnadóttir: Heiðurstónleikar í samstarfi Tónlistarskóla Akraness og Rótarýklúbbs Akraness

Hallbjörg Bjarnadóttir (1915-1997) var frumkvöðull í djasstónlist á Íslandi. Rödd hennar vakti athygli víða og hún starfaði bæði hér á landi og í Danmörku og Bandaríkjunum.
 
Hallbjörg ólst upp á Akranesi og því er vel við hæfi að bæjarbúar haldi minningu hennar á lofti. Þess vegna efna Rótarýklúbbur Akraness og Tónlistarskólinn á Akranesi til tónleika henni til heiðurs á vökudögum haustið 2021.
 
Tónleikarnir verða þann 4. nóvember klukkan 20:00 í Tónbergi, sal tónlistarskólans.
 
Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Andrea Gylfadóttir, Brynja Valdimarsdóttir, Jónína Björg Magnúsdóttir, Þorleifur Gaukur Davíðsson, Eðvarð Lárusson, Óskar Þormarsson, Valdimar Olgeirsson og nemendur Tónlistarskóla Akraness.
 
Kostnaður vegna tónleikanna er að hluta greiddur af Verkefnasjóði Rótarý á Íslandi og Rótarýklúbbi Akraness.
 
Miðar verða seldir í versluninni Penninn Eymundsson við Dalbraut 1 á Akranesi. Miðaverð er 1.000 kr
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00