Fara í efni  

Garðaskoðunarganga 2020

Garðaganga Vesturlandsdeildar G.Í. á Akranesi verður haldin sunnudaginn 9. Ágúst kl. 13:00.
Gangan er nú haldin í þriðja sinn en hún hefur notið síaukinna vinsælda og hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður.
Gengið verður um neðri Skagann að þessu sinni og fyrsti viðkomustaður er garðurinn í Guðnabæ (Kirkjubraut 21) hjá Írisi Arthúrsdóttur og Snjólaugu Maríu Dagsdóttur. Þaðan verður haldið í skrúðgarðinn við Suðurgötu og niður á Akratorg. Næsti viðkomustaður er Háteigur 12 þar sem Steindór Oliversson tekur á móti okkur en ferðin endar svo í garði í vinnslu á Sólbakka (Akursbraut 17) hjá Fjólu Guðmundsdóttur og Árna Þór Traustasyni.
Við hvetjum alla áhugasama til að slást í hópinn og njóta dagsins með því að skoða gróður, girðingar, palla, gróðurhús og kynnast áhugafólki um garðrækt.
Allir hjartanlega velkomnir
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00