Söngleikjanámskeið með Hönnu Ágústu

Fjölskylda og félagsstarf
Hvenær
29.-30. maí
Verð
Frítt
Söngleikjanámskeið með Hönnu Ágústu
Hvar: Tónlistaskólinn.
29 og 30 maí klukkan 16:00-19:00
Fyrir: Unglingastig (8-10 bekk)
Skráning á netfangið hanna@toska.is
Hanna Ágústa lauk söngnámi frá Tónlistarháskólanum í Leipzig og hefur kennt við Tónlistarskólann á Akranesi frá byrjun árs 2023. Hún hefur leikstýrt Söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar, sungið í fjölmörgum uppfærslum og á tónleikum og hlaut titilinn Rödd Ársins 2024 í mars síðastliðnum.
Hvetjum öll áhugasöm ungmenni til þess að skrá sig á þetta skemmtilega námskeið!
Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.