Fara í efni  

Fáðu þér meira

" Fáðu þér meira " sýning Tinnu Royal er eiginlegt framhald af Bæjarlistamannasýningunni á Bókasafninnu fyrr á þessu ári.
Sýningin er auðvitað jafn girnileg og Royal sýningar eiga að vera og hér eru sýndir skúlptúrar af kökum og tertum í yfirstærð.
Tinna Royal er enn að rannsaka ástæður þess að hafa haft skyndibita og sætindi á heilanum frá því hún var barn og veltir því fyrir sér hvers vegna það sé svona erfitt að standast freistingar.
" Fáðu þér meira " er ímynduð veisla þar sem kökuúrvalið er meira en gestafjöldinn. Gestirnir eru byrjaðir og eiga að prófa allar sortir. Gestgjafinn ætlar ekki að eiga neina afganga.

Formleg opnun sýningar verður fimmtudaginn 28. október frá kl. 18-22.
Sýningin er opin alla virka Vökudaga frá 13-18 og um helgar 14-17.

Ægisbraut 30 er í gömlu Glerhöllinni

 
 
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00