Fara í efni  

Útvarp Akraness 2024

Venju samkvæmt mun Sundfélag Akraness standa fyrir metnaðarfullri útvarpsútsendingu fyrstu helgina í aðventu. 
 
Allt frá árinu 1988 hefur Sundfélag Akranes staðið fyrir útvarpsdagskrá fyrstu helgina í aðventu undir nafninu Útvarp Akranes. Engin undantekning er á slíku í ár en útvarpað verður dagana 29. nóvember til 1. desember. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá en undirbúningur er í fullum gangi þessa dagana. Meðal útvarpsþátta verður spurningarkeppni fyrirtækjanna. Þáttur um ABBA þar sem 50 ár eru síðan þau sigruðu Júróvision. Allskonar þættir fyrir allskonar fólk. Á sunnudeginum lýkur útvarpssendingu með viðtali við góða Skagamenn.
Með Útvarpi Akraness hefst undirbúningur jólanna af fullum krafti hjá mörgum Skagamönnum. Fólk kveikir á viðtækinu og hlustar á meðan það byrjar að dúlla fyrir jólin, baka og fleira slíkt.
 
Á þeim árum sem Útvarp Akraness hefur verið starfrækt hefur fjöldi Akurnesinga og gesta komið við sögu, ýmist sem þáttagerðarfólk eða viðmælendur. Enginn vafi er á því að stór hluti af því efni sem flutt hefur verið í útvarpinu er merkileg heimild um bæjarlífið á Akranesi auk þess sem þar er að finna margs konar skemmtilegan sögulegan fróðleik, sem mikilvægt er að varðveita.
 
Dagskránna finnið þið á facebooksíðu útvarps Akraness.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00