Fara í efni  

Sjómannadagurinn á Akranesi

Akurnesingar eru hvattir til að eiga góðar stundir og deila myndum sem tengjast sjónum með einhverjum hætti á Instagram og merkja með #SjóAK2020 og #visitakranes. Nokkrir útdráttarvinningar eru í boði, gjafabréf á veitingastaði bæjarins, vinningshafar verða valdir af handahófi.

 • Minningarstund við minnismerki um  týnda sjómenn í Kirkjugarði kl. 10, í framhaldi að því verður blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna á Akratorgi. 
 • Tilvalið er að koma við hjá Fiskmarkaðnum við Akraneshöfn og líta augum þá fiska sem verða þar til sýnis. Öllum velkomið að koma með kol og nýta sér grillaðstöðuna fyrir utan Fiskmarkaðinn.
 • Þá er Byggðasafnið í Görðum jafnframt opið frá kl. 10-17.
 • Siglingafélagið Sigurfari mun setja sína báta á flot kl. 11 og hvetur aðra bátaeigendur til að gera slíkt hið sama.
   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00