Fara í efni  

Olíubrák - Ljóðstafir kvenna í olíu // Angela Árnadóttir Snæland

Sýningin er óður til ljóðakvenna Íslands. Skálda sem mörg eru gleymd. Þeirra raddir eru þarfari nú en nokkru sinni fyrr. Þær minna okkur á að hugsa um börnin, gæta tíma okkar, elska listina, en framar öllu öðru kenna þær okkur seiglu og hugrekki.
 
,,Hugmyndafræðin að baki sýningarinnar er sú að ljóðin fljóti upp á yfirborðið með Olíunni sem hagar sér þannig í lífsins ólgusjó, leitar hún upp og verður sýnileg. Verkefnið er ein leið til þess að vekja þessi ljóð upp og gera þau sýnileg. Í heimi sem að miklu leiti er stjórnað með sjónrænu áreiti gæti þessi tilraun verið vel þess virði. Ég vona að þið njótið vel.
Í kærleikanum.”
 
Sýningin er samstarf milli Angelu og Bárunnar Brugghús í eigu Ídu Bjargar og Arnar Sigurðssonar.  
Sýningin hlaut styrk frá SSV og Menningarsjóði Akraneskaupstaðar.
 
Opnunartímar sýningarinnar eru eftirfarandi: 
  1. okt frá kl. 17:00 Formleg opnum á sýningunni. (Opið í mat og drykk á Bárunni).
  2. okt frá kl.12:00 opið í mat og drykk á Bárunni.
  3. okt frá kl. 16:00 opið í mat og drykk á Bárunni.
  4. okt milli kl. 15:00 og 18:00 Angela tekur á móti fólki. (Opið í drykk á Bárunni).
  5. okt milli 15:00 og 18:00 Angela tekur á móti fólki. (Opið í drykk á Bárunni).
  6. okt milli 12 og 17 Angela tekur á móti fólki (Opið í drykk á Bárunni).
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00