Fara í efni  

Ofið landslag - listasýning

Verið velkomin á opnun myndlistarsýningar Ofið landslag sem er samvinnuverkefni Sarah Finkle veflistakonu, Írisar Maríu Leifsdóttur málara og Antoníu Bergþórsdóttur leirkerasmiðs. Þær vefa í landslagið við rætur Akrafjalls með ull sem þær spunnu og lituðu með jarðefnum frá nærumhverfi Akraneskaupstaðar. Þær skrásetja ferlið með pinhole myndavél og video verkum og sýna verk sem urðu til á Akrafjalli og við vitann. Þann 20. september 2025 verður opnun í Akranesvita frá 13-16. Sýningin verður opin í þrjár vikur.

Antonía Berg leirkerasmiður, Íris María Leifsdóttir málari og Sarah Finkle veflistakona skapa saman og opna samsýningu Ofið landslag á Akranesvita og Akrafjalli. Þær hanna, mála og vefa í landslagið sem munu veðrast með tímanum. Vefnaðurinn er unninn beint inn í landslagið sem gerir það að verkum að veðrið, ryk, leir og dýr munu hafa áhrif á verkin. Með tímanum munu kringumstæður verkanna lita, breyta, rotna og vaxa inn í landslagið. Náttúran sjálf skilur eftir sig ummerki í textílnum.

Þær hafa skapað saman í tvö ár og einblína á hvernig íslenskur leir og önnur jarðefni litar vefnað og hvernig veðrið og tíminn móta efnin. Þær hafa skoðað hefðbundnar aðferðir og nýtt sér þær sem innblástur til að þróa nýjar leiðir við litun textíls og keramik með íslenskum náttúruleir. Þessi breyting með tímanum er skrásett með ljósmyndum og myndböndum, sú skrásetning verður sýnd í Akranesvita ásamt málverkum, textílverkum og skúlptúrum unnin úr jarðefnum frá nærumhverfi Akrafjalls.

Sýningin er styrkt af Akraneskaupstað.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00