Óður til óþægilegra orða

Vökudagar
Hvenær
23. október - 1. nóvember
Hvar
Gallerí Bjarni Þór, Kirkjubraut
Myndlistakonan Elín Dögg sýnir ýmiskonar prentverk og list á sýningunni ,,Óður til óþægilegra orða" í betri stofunni í Gallerí Bjarna Þór.
Elín vinnur í marga miðla, en hún telur mikilvægan part af vinnuferlinu sé að skoða hugmynd frá öllum sjónarhornum. Til að vita hvaða miðill hentar hverju sinni er það hugmyndin, sagan og tilfinningin sem skiptir mestu máli.
Húmor og grín spila oft stóran þátt í verkum hennar, en alvarleikinn er sjaldan langt undan.
Opnunartímar:
18:00 - 21:00 I 23. okt Listaganga Vökudaga
15:00 - 18:00 I Föstudagur 24. okt
13:00 - 16:00 I Lau 25. okt og Lau 1. nóv.