Nínuhlaupið á 17. júní 2025
 
						Fjölskylda og félagsstarf					
								
					Hvenær
					17. júní kl. 10:00-12:00
				
									
						Hvar
						Byggðasafnið í Görðum
					
															Skemmtiskokk í boði verslunarinnar Nínu. Þrjár vegalengdir í boði.
Við hefjum leika hjá Byggðasafninu í Görðum!
Við hefjum leika hjá Byggðasafninu í Görðum!
Nínuhlaupið er skemmtiskokk fyrir alla fjölskylduna að morgni 17. júní. 
Þrjár leiðir eru í boði. 1500 metrar, 3000 metrar og 7000 metrar. 
Fyrri tvær vegalengdirnar eru sami hringurinn í kringum safnasvæðið við Byggðasafnið en lengsta leiðin er hinn hefðbundni Bæjarhringur. Sjá myndir af leiðunum. 
Nína Verslun veitir vegleg útdráttarverðlaun í flokki barna og fullorðinna svo við biðjum fólk að skrá sig við komu á svæðið. Útdráttarverðlaunin verða afhent á fjölskylduskemmtun á Akratorgi seinna um daginn. 
Sjáumst hress við Byggðasafnið rétt fyrir klukkan 10 þriðjudaginn 17.júní
 .
.
 
					
 
  
 



