Minning um Orra
Vökudagar
Hvenær
29. október kl. 20:00-21:30
Hvar
Bókasafn Akraness
Kvöldstund tileinkuð Orra Harðarsyni bæjarlistamanns Akraness.
Falleg og hlý kvöldstund þar sem vinir Orra minnast hans í tali, myndum og tónum. Fjallað verður um ævi og feril Orra, frá uppvaxtarárum og uppátækjum unglingsáranna til sköpunar hans sem listamanns.
Vinir hans rifja upp sögur og minningar – bæði fyndnar og fallegar – sem lýsa manneskjunni á bak við listina. Leikin verða lög eftir Orra, lesið úr verkum hans og sýndar myndir sem tengjast bæði lífi hans og listsköpun.
Með þessari samverustund viljum við heiðra minningu hans og fagna því sem hann skildi eftir sig í tónlist, orðum og vináttu.
Viðburðurinn verður haldinn á Bókasafni Akraness, og umsjón með kvöldinu hafa Halli Melló, Gulli Jóns og Hjörtur Hjartar.





