Matarauður Vesturlands - Matarmarkaður

Vökudagar
Hvenær
25. október kl. 12:00-16:00
Hvar
Breið Bárugötu 8-10
Verð
Aðgangur ókeypis
Matarauður Vesturlands er í boði Sóknaráætlunar Vesturlands og er viðburðurinn unnin í samstarfi við Vökudaga á Akranesi og Breið þróunarfélag.
Framleiðendur af öllu Vesturlandi koma og sýna, segja og selja. Í boði verður allskonar gómgleðjandi góss. Má þar nefna nautasteikur, hunang, nýristað kaffi, síld, kakó, ærkjöt, fiskur, krabbi, lambakjöt og fleira. Matarmenning er nærandi menning!