Fara í efni  

KK - Mugison - Jón Jónsson

Enn og aftur sameinast KK & Mugison á aðventunni og bjóða upp á einstaka aðventutónleika sem hafa á undanförnum árum orðið að föstum lið í desember.

Enn og aftur sameinast KK & Mugison á aðventunni og bjóða upp á einstaka aðventutónleika sem hafa á undanförnum árum orðið að föstum lið í desember.

Jón Jónsson hljóp reyndar í skarðið fyrir Mugison í fyrra og það var svo skemmtilegt að það er ekki hægt að sleppa því að hafa hann með.

Á þessum tónleikum geta gestir átt von á blöndu af hlátri, hlýju, magnaðri tónlist og ógleymanlegri upplifun sem gerir jólamánuðinn enn betri.

Venju samkvæmt verður með í för hinn hæfileikaríki Þorleifur Gaukur.

Tónleikarnir hafa alla tíð verið uppseldir og notið mikilla vinsælda, enda fátítt að þessir listamenn stígi saman á svið. Það gæti því verið skynsamlegt að tryggja sér miða sem fyrst.

Forsala miða hefst 2. september, þeir sem eru á póstlista tix komast fram fyrir röð og geta keypt miða frá og með 1. september.

Tónleikarnir verða án hlés og standa í 75 mínútur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00